Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 143
141 —
1969
tilviki segir hann aðspurður, þegar það upplýstist, að hann hafi hitt
lögreglumanninn á . .. ., nokkru eftir að hann hafi gert ítrekaðar
tilraunir til þess að ná í hann til að segja honum frá byssufundinum
undir framsætinu, en þá sagði hann ekkert. Gefur S. enga skýringu á
þessu aðra en að það hafi verið „af einhverjum ástæðum“. Og að rann-
sóknarlögreglunni hefði hann ekki tilkynnt þetta „af einhverjum trassa-
skap“, þótt hann hitti að máli einn af rannsóknarlögreglumönnum
þeim, sem voru í byssurannsóknunum 7. febrúar 1968, kallar hann
það klaufaskap, en gerir enga tilraun til að skýra það nánar. Og þetta
allt er, þrátt fyrir það að hann hefur viðurkennt, að sér hafi þótt þessi
fundna skammbyssa býsna lík þeirri, sem horfið hafði frá .... [hús-
bóndanum] nokkrum árum áður, og hann vissi, að sú skammbyssa
l®egi undir grun vegna ummerkjanna á skothylkinu í bifreið G. heitins T-
sonar.
Þegar svo 1) finnast caliber 35 skammbyssuskot S. W. í læstum
Peningakassa heima hjá S. 2) lykill að húsi .... [húsbóndans] á lykla-
hring í eigu hans, og 3) fleiri en einn bera, að S. hafi talað um litla
skammbyssu, sem hann ætti, vildi ekki selja, og 4) einn aðili segir
^ueira að segja, að hann hafi talað um byssu, þar sem hleðslustokkur-
lnn gengi í skeftið, þá fyrst breytir hann framburði sínum í þá mynd,
er greinir hér að framan.
Hafði hann þó áður neitað gjörsamlega að geta gefið nokkra skýr-
mgu á, hvernig skothylkið ætti að vera komið í peningakassa hans,
niarg- og þvemeitað því, að hann hefði talað um nokkra skammbyssu
1 eigu sinni, sem hann vildi ekki selja, og enn þá heldur hann fast
yið það, að hann viti ekki nokkur deili á lykli þeim, sem fannst á
iyklakippu hans og gengur að húsi .... heitins .... [húsbóndans].
Um samskipti S. og G. heitins T-sonar er S. mjög svo sjálfum sér
samkvæmur, að þau hafi aldrei verið nein fyrr eða síðar. Hafi hann
rett vitað, hvernig G. liti út, og þegar farið var að tala um morðið á
sínum tíma, þurfti hann að koma því fyrir sig, um hvern væri þarna
að ræða.
Heimilislífið k .... mun hafa verið ósköp venjulegt, S. reynzt þar,
eins og annars staðar, þægilegur maður í umgengni, en heldur afslepp-
Ur, kærulaus, lítið fyrir að takast á við erfiðleikana. Er svo að sjá, að
hann hafi lítt leyft konu sinni að fylgjast með í fjármálum sínum, ekki
telað um erfiðleika við hana, fyrr en þeir voru skollnir á. Hins vegar
Sat hann verið henni ósköp góður og velviljaður, vildi gefa henni ýmis-
legt, en þá gjarnan það, sem honum datt í hug þá og þá, en ekki endi-
'ega það, sem hann átti að hafa hugmynd um, að hana vanhagaði um.
■^egar honum var gefið húsið á . .. ., þótti honum eðlilega heldur en
ekki hafa hlaupið á snærið fyrir sér, og vildi hann þá fá sér sína eigin
bifreið, þóttist hafa ráð á því, og vildi fá að ráða því einn. Þar mun
Þó vera ein mesta orsökin að vaxandi peningavandræðum hans, vegna