Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 126
1969
124
einn læknir (sérfræðingur) og ein hjúkrunarkona. Hjúkrunarkonan
fór í vitjanir til 253 barna, alls 1258 vitjanir. Til skoðunar komu 279
börn, alls 1061 sinni. Ónæmisaðgerðir, auk þeirra, sem gerðar eru í
sambandi við barnaeftirlitið, eru gerðar fyrsta mánudag hvers mán-
aðar, 1 klst. í senn. Að þeim vinna þá þrír læknar og ein hjúkrunar-
kona. Ónæmisaðgerðir á vegum stöðvarinnar á árinu voru alls 2367.
Um berklavarnir, sjá töflu. Þessi heilsuverndarstarfsemi fer fram á
tveimur stöðum í bænum, á báðum stöðum við vægast sagt ófullnægj-
andi skilyrði um húsakynni og aðbúnað. Auk þess hefur Krabbameins-
félag Akureyrar haft leitarstöð sína í húsnæði Heilsuverndarstöðvar-
innar. Um frekari starfsemi, fleiri heilsuverndargreinar, getur tæpast
verið að ræða við núverandi aðstöðu.
Vestmannaeyja. Sama starfsemi og áður. Leit að leghálskrabba hald-
ið áfram. Sérfræðingur í kvensjúkdómum kom aftur í ár og fram-
kvæmdi hópskoðun. Héraðslæknir annast eftirlitið endranær og hefur
móttöku oftast einu sinni í viku. Um áramót höfðu 785 konur komið
til skoðunar, sumar margoft. öll strok send leitarstöð krabbameinsfé-
lagsins, sem hefur tekið að sér að annast skoðun sýna.
Fávitahæli.
Rvík. Reykjavíkurborg starfrækir vistheimili að Arnarholti á Kjal-
arnesi með 60 rúmum fyrir fávita, geð- og taugasjúklinga og ofdrykkju-
menn. Á heimilinu voru í ársbyrjun 35 karlar og 20 konur, á árinu komu
21 karl og 14 konur. 18 karlar og 13 konur fóru, og 2 karlar dóu, en
eftir í árslok voru 36 karlar og 21 kona. Legudagar voru 21085.
1 Lyngás, dagheimili fyrir vangefin börn, starfrækt af Styrktar-
félagi vangefinna, komu 43 börn að staðaldri á árinu. Heimilið var
starfrækt um það bil 300 daga á árinu.
Akureyrar. Sólborg, heimili fyrir vangefna, sem reist er á vegum
Styrktarfélags vangefinna á Akureyri, tók að nokkru til starfa 18.
nóvember. Þá byrjaði dagheimili og skóli fyrir 15 vangefin börn og
unglinga. Framkvæmdir við heimilið eru á lokastigi, og er ætlunin, að
það verði allt tekið í notkun fyrri hluta árs 1970. Mun það þá geta tekið
44 vistmenn og 12 á dagheimili. (Sjá að öðru leyti töflu, bls. 52—53).
Elliheimili.
Akureyrar. Á árinu var byrjað á viðbyggingu við Elliheimili Akur-
eyrar, og var hún fokheld nokkru fyrir áramót. Þar verða 23 íbúðar-
herbergi, eins og tveggja manna, alls fyrir rúma 30 vistmenn. Auk
þess dagstofa, samkomusalur, setustofur, vinnustofa, snyrtistofa fyrir
vistmenn, aðstaða fyrir böð og fysioterapi. Ennfremur líkhús og
ýmsar geymslur. 1 byggingu er viðbót við Elliheimilið í Skjaldarvík,