Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 141
139 —
1969
• •.., hélt S. áfram störfum um hálfs árs skeið, en aðeins sem dyra-
vörður um helgar. Þegar hann svo þótti mæta illa og óreglulega til
þess starfs, var hann látinn hætta. Um þetta atriði ber heimildum þó
ekki saman, og segist S. svo frá, að sér hafi ekki fallið vistin eftir hús-
bændaskiptin, og því ekki verið þar nema þetta hálfa ár. Bætir hann
því við, að hann hefði átt að vera búinn að segja upp fyrir löngu, en
skýrir þau ummæli ekki frekar, en sýnilega er honum ekkert um nýja
búsbóndann gefið, og finnur honum ýmislegt til foráttu.
Eins og áður getur, þótti S. lipurmenni í störfum og koma heldur þægi-
lega fyrir. Hins vegar þótti það galli á honum, að hann var kærulítill
óábyggilegur (sbr. orsökina til þess, að hann var látinn hætta störf-
um, ef þar er rétt hermt). Ekki varð hann uppvís að neinni óráðvendni
beinlínis, en hafði heldur óreiðuorð á sér. Hvarf einu sinni umslag frá
skrifstofu fyrirtækisins með kr. 53.000.00, og hefur ekki fengizt nein
skýring á því. En nokkuð löngu seinna var S. að gera upp fyrir akstur
sinn á Bifreiðastöð . .. ., bar sem hann starfaði næst á eftir ... ., og
borgaði hann þá með ávísun, sem hefði átt að vera í áðurnefndu um-
slagi. Það var hins vegar ekki hægt að rekja það lengra og auðvitað
engan veginn hægt að afsanna, að hann hefði fengið greitt fyrir akstur-
Jnn með þessari ávísun, eins og hann líka hefur haldið fram. Verður
bví miklu fremur að telja það undarlega tilviljun, heldur en að það
geti varpað nokkrum verulegum grun á S.
1 kringum árið 1960 gaf .... [húsbóndinn] S. húsið að . . . . og með-
fylgjandi lóð, og bjó fjölskyldan þar fram á þetta ár.
Meðan S. vann hjá .... [bifreiðastöð], sá hann sér færi á að taka
traustataki litla skammbyssu, caliber 35, sem .... [húsbóndinn] átti
beima hjá sér í sérstökum þar til gerðum kassa, ásamt annarri stærri,
vegna þess að hann (S.) gerði sér vonir um að geta komið henni í verð,
en var þá sem oftar í nokkrum fjárhagskröggum. Var þetta árið 1965
a_ð sögn, rétt áður en .... [húsbóndinn] og síðari kona hans fóru í
siglingu, að hann var beðinn að koma þangað í smá viðvik. Er skamm-
byssa þessi af frekar sjaldgæfri gerð, og mun eigandinn helzt hafa
baldið, að hann ætti varla eða ekki skot í hana. Ekki fylgdi það með í frá-
sögn eða játningu S., að hann hafi tekið nein skot, sem í byssuna pöss-
uðu. Voru þau enda ekki í kassanum eða við hann. Segir S., að nokkru
síðar hafi hann ætlað að koma byssunni í hendur þess, sem hann vissi
hafa hug á henni, eftir lýsingu hans, og var sá samstarfsmaður hans
bjá .....S. segir, að þessi maður hafi hinsvegar ekki verið í vinnu
bann daginn. Hefði hann því skilið byssuna eftir í læstu hanzkahólfi bif-
veiðar þeirrar, er hann ók af stöðinni, þegar hann skilaði henni af sér
að loknum akstri þann dag, og hefði það verið hrein gleymska af sinni
hálfu. Að morgni, er hann tók við bifreiðinni aftur, segir hann, að
byssan hafi verið horfin. Vegna þess hvernig byssan var fengin, gat
hann ekki spurzt fyrir um hana. Á undan þessu hafði það skeð, senni-