Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 138
Viðbætir.
Lælmaráðsúrskurðir 1971.
1/1971.
Saksóknari ríkisins hefur með bréfi, dags. 18. desember 1970, leitað
umsagnar læknaráðs í hæstaréttarmálinu nr. 90/1970: Ákæruvaldið
gegn S. G-syni.
Málsatvik eru þessi:
Með kæru saksóknara ríkisins, dags. 22. september f. á., er höfðað
opinbert mál á hendur S. G-syni leigubifreiðarstjóra, til heimilis að
...., en nú gæzlufanga í hegningarhúsinu hér í borg, fæddum .. • •
1926 í Reykjavík, fyrir manndráp, með því að hafa árla morguns
fimmtudaginn 18. janúar 1968 ráðið G. T-syni leigubifreiðarstjóra, .. • •»
...., bana með skammbyssuskoti, í bifreið G., R-... ., á Laugalæk í
Reykjavík, skammt frá mótum Laugalækjar og Sundlaugavegar, eða á
annan hátt átt þátt í framkvæmd þessa brots með skammbyssu þeirri,
sem verknaðurinn var framinn með, en byssan hafði þá um nokkurt
skeið verið í vörzlum ákærða. Kom skotið í höfuð G. T-sonar, hægra
megin í hnakkann.
Með dómi sakadóms Reykjavíkur, kveðnum upp 18. febrúar 1970,
var ákærði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Málinu hefur verið
áfrýjað til Hæstaréttar.
Geðheilbrigðisrannsókn fór fram á ákærða, og framkvæmdi hana
Þórður Möller yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins. Álitsgerð hans er
dagsett 20. desember 1969 og hljóðar svo:
„Öskað er eftir rannsókn á geðheilbrigði S. G-sonar.........sérstak-
lega með tilliti til sakhæfis, í sambandi við rannsókn á morði G. T-sonar
leigubifreiðarstjóra, er skotinn var til bana í bifreið sinni að morgni
18. janúar 1968.
S. er fæddur .... 1926 í Reykjavík. Foreldrar eru þau H. S-dóttir frá
.... og G. G-son, ættaður frá .......Voru þau ógift og bjuggu ekki
saman.
S. ólst upp hjá móður sinni, en hún giftist ekki fyrr en S. var sjálf-
ur nokkuð stálpaður. Á hann hálfbróður frá því hjónabandi, myndar-
mann, að sagt er. Foreldrar hans eru bæði á lífi og að sögn við sæmi-