Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 129
— 127 —
1969
Hjarta-og æðasjúkdómar.................... 17 (6,0%)
Gigtsjúkdómar ............................ 54 (18,9%)
Geðsjúkdómar ............................. 37 (13,0%)
Ýmislegt ................................. 21 (7,4%)
Vistmenn unnu sér til gagns, náms og þjálfunar eða afþreyingar, eins
°g áður hefur tíðkazt.
Fjöldi við störf í ársbyrjun........................ 88
Hófu störf á árinu...................................... 75
Alls við störf.......................................... 163
Hættu störfum á árinu ................................... 74
Við störf í árslok ................................. 89
Vinnustundafjöldi vistmanna á árinu var alls 106006 klst., þar af
við ýmiss konar plastiðju 60479 klst., í trésmiðju 6332 klst., járnsmiðju
4453 klst., saumastofu 5880 klst. Alls á verkstæðum 77144 klst., en
aðrar vinnustundir skiptust milli ýmissa þjónustustarfa.
Lyfjabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með
iyfjabúðum á árinu:
Lyfjabúðir voru 29 að tölu í lok ársins. Á árinu voru veitt 2 lyfsölu-
ieyfi. Lyfsöluleyfið í Vestmannaeyjum var veitt 28. apríl Kristjáni
Hallgrímssyni (f. 5. marz 1923) lyfsala á Seyðisfirði, og tók hann við
i’ekstri lyfjabúðarinnar frá 3. ágúst. Fráfarandi lyfsali hafði sagt
ieyfi sínu lausu vegna heilsubrests. Lyfsöluleyfið á Seyðisfirði var veitt
15. október Sigríði Aðalsteinsdóttur lyfjafræðingi (f. 26. september
1921) frá 1. nóvember að telja.
Með forsetaúrskurði dagsettum 13. nóvember voru 2 nýjar lyfjabúðir
stofnsettar í Reykjavík, önnur í Breiðholtshverfi I og II og hin í Ár-
bæjarhverfi.
Lyfjabúðirnar voru flestar skoðaðar á árinu, og voru breytingar á
Ijölda starfsmanna ekki verulegar.
Húsakynni og búnaður: Nokkrar endurbætur voru gerðar á húsnæði
^okkurra lyfjabúða á árinu, og 2 lyfjabúðir, á Húsavík og Dalvík, fluttu
1 nýtt húsnæði, sem reist var fyrir þær.
Bækur og færsla þeirra: Færsla fyrirskipaðra bóka var víðast hvar
1 góðu lagi, og voru athugasemdir smávægilegar. I einni lyfjabúð var
þó vörukaupaspjaldskrá ekki færð, og var óskað úrbóta í því efni.