Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 161
— 159 —
1969
dioptrium. Það er aukin „spherical aberration" á glæru hægra auga.
Kemur það í ljós, ef hann horfir með hægra auga gegnum örlítið gat
(pinhole), að hann sér 1.0 (6/6 Snellen). Þessi missmíði á glæru or-
sakar það, að ljósbrot hennar er skakkt og orsakar óþægindi við ýmis
birtuskilyrði og áreynslu á augað, svo sem að horfa á sjónvarp í nokk-
urn tíma.
Litlar líkur teljum við á því, að fylgikvillar geti komið í Ijós eftir
slysið héðan af, svo sem samkenndarblinda (ophthalmia sympatica),
drer (cataracta traumatica), lithimnubólga (iridocyclitis) eða sjón-
himnulos (ablatio retinae). Ekki teljum við, að breyting verði á sjón af
völdum slyssins héðan af, því telja má, að glæran muni haldast óbreytt
héðan af, því að um fimm ár eru nú liðin, síðan slysið átti sér stað.
Sjóndepra á hægra auga virðist ekki há honum við vinnu þá, er hann
stundar nú. Lýti eru sáralítil af örinu á auganu. Ef hann af einhverjum
ástæðum missti vinstra augað, getur hann notað gler fyrir hægra auga,
og eftir nokkurn þjálfunartíma stundað næstum hvaða starf sem er
vegna sjónarinnar, sem eineygður maður á annað borð getur unnið.
Samkvæmt sjóntöflum dr. Lebensohn (greinargerð í Am. J. Ophth.
19: 110—117, Feb. 1936) er sjónhæfni (visual efficiency) á hægra
auga 20% án glerja, en 91.4% með glerjum, en 100% á vinstra auga
með og án glerja. Ber þetta saman við skerðingu í sjónhæfni í töflum
Giffords (Gifford: A Textbookof Ophthalmology) og Parson’s Diseases
of the Eye eftir Sir Stewart Duke-Elder, 1967, bls. 572.
Álítum við varanlega örorku því vera samkvæmt framansögðu 8.6%.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi atriði:
!• Leitað er eftir rökstuddri umsögn læknaráðs um niðurstöðu ör-
orkumats þeirra dr. med......og .... sérfræðinga í augnsjúkdóm-
um, dags. 2. marz 1971.
2. Þá er þess óskað, að læknaráð meti, hver sé hæfileg örorka stefnanda
H. Ó-sonar af völdum þess slyss, er hann varð fyrir 27. september
1966.
Málð var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Afgreiddi deildin það
nieð ályktunartillögu á fundi hinn 18. júní 1971, en samkvæmt ósk eins
læknaráðsmanns var málið borið undir læknaráð í heild. Tók ráðið
ftiálið til meðferðar á fundi hinn 24. september 1971, og var eftir ýtar-
iegar umræður samþykkt í einu hljóði að afgreiða það með svohljóð-
andi
Ályktun:
Ad. 1. Ýtarleg rannsókn og greinargott vottorð augnlæknanna, ....
°g ...., breyta ekki fyrri niðurstöðu læknaráðs, þar eð augnlæknarnir
^niða sitt álit við notkun hjálpartækja, þ. e. í þessu tilfelli gleraugu.
Læknaráð telur, að nauðsyn á notkun hjálpartækja útiloki menn frá