Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 156
1969
_ 154 —
1 málinu liggur fyrir svohljóðandi bréf frá Rannsóknarstofu próf.
Jóns Steffensen, undirritað af Bjarna Konráðssyni lækni, dags. 3.
apríl 1970, svohljóðandi:
„Svar við bréfi dags. 25. marz 1970. Samkvæmt bókum í rannsókna-
bók Rannsóknarstofu prófessors Jóns Steffensens var gerð rannsókn
á blóðsýni merktu M-222 frá lögreglunni á Akureyri (sbr. afrit af
fylgiskjali, sem fylgir hér með).
Blóðrannsókn var gerð á venjulegan hátt, gerð tvöföld mæling á
sama blóðsýni, og varð útkoman reducerandi efni samsvarandi 1.20%c °S
1.28%0 af alkóhóli, þ. e. meðalgildi 1.24%0. Þennan dag barst aðeins eitt
sýni frá Akureyri, og var frágangur þess í alla staði ágætur. Sýnið
barst í lokuðu umslagi, og mun lögreglan í Reykjavík hafa komið því
hingað að venju. Varðandi rannsóknaraðferðina vísast til bréfs til
Hæstaréttar íslands 23. október 1960 frá prófessor Jóni Steffensen,
þar sem aðferðinni er lýst.“
Hinn 13. apríl 1970 kom .... læknir, . ., Akureyri, og er fram-
burður hans bókaður á þessa leið:
„Vitnið sér vottorð á dskj. nr. 3 í rannsókn málsins. Það staðfestir
að hafa framkvæmt þargreinda blóðtöku og jafnframt hafa ritað blóð-
tökuvottorð.
Vitnið kveðst muna vel eftir umræddri blóðtöku.
Vitninu er nú kynnt, að ákærði hafi staðhæft, að mistök hafi orðið við
blóðtökuna eða blóðrannsóknina, sem leitt hafi til rangrar niðurstöðu
alkóhólmælingar.
Þá er vitninu kynntur 1. liður í bréfi ákærða á dskj. nr. 5 í málinu.
Aðspurt segist vitnið hafa notað þurrsteriliseraða nál við töku blóð-
sýnishorns í umrætt sinn og tekur jafnframt fram, að það geri það
ávallt.
Vitnið kveðst ekki geta svarað því, hvenær nálin hafi verið þurr-
steriliseruð. Það upplýsir, að þurrsteriliseraðar nálar séu keyptar í
lyfjaverzlunum og aðeins notaðar einu sinni til töku blóðsýnishorns.
Vitnið upplýsir, að það hafi flutt nálina í umbúðunum og í sérstöku
hólfi í tösku sinni, þar sem ekkert bitjárn eða aðrir aðskotahlutir geti
komizt að.
Vitnið upplýsir, að það hafi haft brennsluspritt og tinct. merthiolate
meðferðis, en ekki önnur samsvarandi efni.
Aðspurt segir vitnið alveg óhugsandi, að áðurgreind efni hafi kom-
izt í snertingu við nálina í töskunni.
Vitnið segir ekki óhugsandi, að gufað geti upp með töppum í glös-
unum, sem efni þessi eru geymd í, en tekur fram, að það telji, að nálin
hafi verið geymd í loftþéttum umbúðum. Það tekur einnig fram, að
það sé persónuleg skoðun þess, að þótt örlítil gufa af brennsluspritti
eða þess háttar efni hafi komizt í snertingu við nálina, hafi það ekki
haft áhrif á ákvörðun alkohols í blóðinu.