Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 155
— 153 —
1969
Máliö er lagt fyrir læknaráö á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1- Fellst læknaráð á það með lækninum að hinn slasaði hafi
hlotið við slysið „áverka á hálsliði, sem valda honum nokkrum óþæg-
indum í hálsi, hnakka og höfði?“
2. Ef svo er, fellst læknaráð þá á örorkumat læknisins?
2. Ef ekki, hvernig ber að meta örorku slasaða?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Já.
Ad 2. Já.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 6. maí 1971,
staðfest af forseta og ritara 25. júní s. á. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, kveðnum upp 29. október 1971,
var stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 441.606,00 með 7% ársvöxtum frá 5.
október 1967 til greiðsludags og kr. 60.000,00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
4/1971.
Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar hefur með
bréfum, dags. 17. og 25. febrúar 1971, leitað umsagnar læknaráðs í
sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn I. L.
Málsatvik eru þessi:
Með ákæruskjali, dags. 22. apríl 1970, var höfðað opinbert mál á
hendur I. L......... fyrir að hafa ekið bifreiðinni A .... frá Akureyri
áleiðis til Dalvíkur sunnudagskvöldið 8. marz 1970, en skammt sunnan
yið Dalvík var hann stöðvaður af lögreglu, grunaður um að vera undir
áhrifum áfengis.
Samkvæmt vottorði Rannsóknarstofu próf. Jóns Steffensen, undir-
rituðu af Bjarna Konráðssyni lækni, dags. 12. marz 1970, reyndust
vera reducerandi efni samsvarandi l,24f/;c af alkóhóli í blóði ákærða.
Akærði hefur vefengt niðurstöðu blóðrannsóknarinnar, enda þótt
hann hafi viðurkennt að hafa drukkið tvo einfalda skammta af Bacardi
rommi, blönduðu í Coca Cola, á barnum á Hótel KEA, skömmu áður
en hann fór í ökuferðina.
Akærði hefur haldið því fram, að mistök hafi átt sér stað við sjálfa
blóðtökuna, flutning blóðsýnisins og rannsóknina sjálfa. Hann telur
sig haldinn sjúkdómi, sem gangi undir nafninu ,,Stress“. Ennfremur
kveðst hann hafa notað lyfin tabl. prednisoloni 5 mg og Inj. ascorbicum
10%, áður en sýni var tekið úr honum.
20