Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 152
1969
— 150 —
Telur læknaráð, að óhjákvæmilegt orsakasamband sé milli sjúkdóms
G. G-sonar, sem talinn er valda örorku, og atburðar þess, er ræðir í
málinu?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Nei, læknaráð telur, að ekki sé óhjákvæmilegt orsakasamband milli
sjúkdóms G. G-sonar og atburða þess, er ræðir í málinu.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 6. maí 1971,
staðfest af forseta og ritara 25. júní s. á. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Sjá 8/1971.
3/1971.
Bjarni K. Bjarnason borgardómari hefur með bréfi, dags. 30. marz
1971, skv. úrskurði, kveðnum upp 25. s. m., leitað umsagnar læknaráðs
í bæjarþingsmálinu nr. 2886/1970: K. G-son gegn Landleiðum h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 5. október 1967 varð stefnandi máls þessa, K. G-son stýrimaður,
..., Reykjavík, fyrir slysi, er hann var að aka bifreið sinni eftir
Miklubraut skammt frá Rauðagerði, með þeim hætti, að langferðabif-
reið frá stefndu Landleiðum h.f. var ekið aftan á bifreið hans með
þeim afleiðingum, að hnykkur kom á háls stefnanda með þeim afleið-
ingum, að hann var metinn 10% öryrki.
1 málinu liggur fyrir örorkumat .... læknis, dags. 12. marz 1970,
svohljóðandi:
„Bifreiðarslys þann 5. október 1967. Slysið varð með þeim hætti, að
slasaði var að aka austur Miklubraut í Cortina fólksbifreið, sem talin
er eign ... ., er hann varð fyrir því, að stórri langferðabifreið var ekið
aftan á Cortinu bifreiðina. 1 skýrslu lögreglunnar er talið, að engin
slys hafi orðið á ökumönnum.
En daginn eftir slysið leitaði slasaði til læknis, og er vottorð hans,
dags. þann 22. maí 1969, svohljóðandi:
„K. G-son, ...., Reykjavík, stýrimaður, f. .. 9. 1934, leitaði mín
6. 10. 1967, en hann tjáði mér þá að hafa lent í bílslysi, og kvartaði
hann um verki aftan í hálsi, hnakka og herðum, var höfuðið fixerað til
vinstri og hreyfingar í hálsi hindraðar, bæði flexion, extension og
snúningur, auk þess nokkur eymsli í hnakkavöðvum og vöðvafestum
í hnakka.
Lét ég taka af honum höfuð- og hálsliðamyndir, og var það gert 9. 10.
1967, og var ekki unnt að greina brot né einkenni um brot í höfði ne
hálsliðum, og einkenni til blæðinga í sinusa sáust ekki.