Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 159
— 157 —
1969
Ályktun: V. er haldinn geðklofa (schizophrenia) af tegundinni typus
paranoides et typus catatonicus, sem farið hefur vaxandi á síðastliðnu
ári og náð hámarki í bráðu geðveikikasti (status psycoticus acutus)
kvöldið fyrir morðið. Geðklofasjúklingar af þessari tegund geta fengið
skyndileg æðisköst gagnvart áreiti, sem taka til ranghugmynda þeirra
eða ofskynjana og missa þá oft fullkomlega vald á sjálfum sér og fremja
stjórnlausa verknaði, sem geta verið hættulegir öðrum. V. hefur verið
í slíku æðiskasti (raptus catatonicus), þegar hann framdi morðið, og
hefur því verið alls ófær á þeim tíma að stjórna gerðum sínum. Hann
er því ósakhæfur frá geðlæknisfræðilegu sjónarmiði."
Máliö er lagt fyrir læknaráð á þá leiö,
að óskað er umsagnar um álitsgerð ...., sérfræðings í tauga- og geð-
sjúkdómum, dags. 28. júlí 1971, og þeirri spurningu beint til ráðsins,
hvort það fallist á niðurstöður læknisins.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráös:
Læknaráð fellst á niðurstöðu .... læknis í álitsgerð hans, dagsettri
28. júlí 1971, að ákærði hafi verið í bráðu geðveikikasti, er hann varð
konu sinni að bana, og sé því ósakhæfur frá geðlæknisfræðilegu sjón-
armiði.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 18. sept-
ember 1971, staðfest af forseta og ritara 24. s. m. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi Sakadóms Reykjavíkur, kveðnum upp 26. október 1971,
Var ákærði dæmdur til að sæta öryggisgæzlu. Allur kostnaður sakarinnar, þar með
talin laun verjanda, kr. 50.000,00, skyldi greiðast úr ríkissjóði.
6/1971.
Magnús Thoroddsen borgardómari í Reykjavík hefur með bréfi,
dags. 29. marz 1971, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykja-
víkur 24. marz 1971, leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 1682/1968:
H. Ó-son gegn ölgerðinni Agli Skallagrímssyni h.f. og Vátryggingar-
félaginu h.f. til réttargæzlu.
1.
2.
Málsatvik eru þessi:
Þau, er greinir í úrskurði læknaráðs frá 12. nóvember 1970.
I málinu liggur fyrir örorkumat tveggja dómkvaddra lækna, dags.
2. marz 1971, þeirra dr. med...og ...., sérfræðinga í augnsjúk-
dómum, svohljóðandi: