Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Side 158

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Side 158
1969 — 156 — Bæjarfógetinn á ... úrskurðaði, að geðheilbrigðisrannsókn færi fram á manninum, og framkvæmdi hana .... sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum. Skýrsla hans er dagsett 28. júlí 1971, og er niður- staða hans á þessa leið: „Sjúkrasaga V., klínisk einkenni og sálfræðileg próf (fylgiskjal 2) gefa ótvírætt til kynna, að V. er haldinn geðklofa (Schizophrenia), og líkjast einkennin samblandi þeirra undirtegunda, sem heimfærðar eru undir heitin schizophrenia paranoid og schizophrenia catatonica. Einkenni þessa sjúkdóms hafa verið farin að bæra á sér síðustu ár V. á ... ., þegar hann fór að grufla í dulspekilegum og trúarlegum efnum, og hefur innganga hans í Musterisregluna sennilega verið þáttur í sjúkdómi hans. Geðklofi af þessu tagi byrjar oft með dulspekilegu og trúarlegu grufli, sem þróast síðan upp í ranghugmyndakerfi. Einangrun hans á .... og fjárhagsáhyggjur hafa valdið honum álagi, sem veiklað hefur viðnámsþrótt hans gagnvart sjúkdómi, og hafa einkennin farið sívaxandi síðastliðin tvö ár, þótt honum hafi tekizt að mestu að leyna þeim gagnvart öðru fólki, en slíkt er algengt með geðklofasjúklinga af þessari tegund. 1 fyrrasumar hefur hann greinilega komizt í brátt geðveikiástand (status psycoticus acutus) á fundi Musterisriddara og ferðalaginu norður í . ..., en komizt út úr því aftur að vissu marki. Eftir komuna til .... hafa einkennin farið smám saman vaxandi, þar til hann slitnar úr tengslum við raunveruleikann, heyrir ofheyrnir, fær mikilmennskuhugmyndir og verður þá ofvirkur í atferli, en dregur sig þess á milli inn í skel sína og lifir í sínum eigin hugarheimi. Hann fer þá að fá alls konar hugmyndir í sambandi við útvarps- og sjón- varpsefni, og fara þessi einkenni í vöxt, þar til hann missir algjör tök á raunveruleikanum og kemst í brátt geðveikiástand (status psyco- ticus acutus) kvöldið fyrir morðið. Geðklofasjúklingar af þessari teg- und geta fengið skyndileg æðisköst við áreiti, sem snerta ranghug- myndir þeirra eða ofskynjanir og framið í þessum köstum verknaði, sem þeir gera sér ekki grein fyrir, en geta verið hættulegir öðrum. V. hefur verið í slíku kasti, þegar hann framdi morðið. Samkvæmt réttar- krufningarskýrslu próf. Ólafs Bjarnasonar fundust útbreiddir áverkar á líkinu eða samtals 31—32 stungu- og skurðsár víðs vegar um líkam- ann, á brjósti, kvið, baki, hnakka, síðum og útlimum. Hafa 8 stungur gengið inn í gegnum brjóstkassa ýmist aftan eða framan frá og tvær framan frá og ein í gegnum kviðvegg. Fjöldi bessara áverka ber þess frekar vitni, að V. hafi verið í fullkomlega stjórnlausu æðiskasti, þegar hann framdi verknaðinn. Eftir morðið komst hann í algert þokuástand og rankar ekki við sér fyrr en eftir tvo daga. 1 fangelsinu hefur hann losnað við flestar ranghugmyndir, en einkenni um geðklofa eru ennþá greinilega fyrir hendi, einkanlega hvað snertir tilfinningasljóleika og brenglað raunveruleikamat.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.