Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 158
1969
— 156 —
Bæjarfógetinn á ... úrskurðaði, að geðheilbrigðisrannsókn færi
fram á manninum, og framkvæmdi hana .... sérfræðingur í tauga-
og geðsjúkdómum. Skýrsla hans er dagsett 28. júlí 1971, og er niður-
staða hans á þessa leið:
„Sjúkrasaga V., klínisk einkenni og sálfræðileg próf (fylgiskjal
2) gefa ótvírætt til kynna, að V. er haldinn geðklofa (Schizophrenia),
og líkjast einkennin samblandi þeirra undirtegunda, sem heimfærðar
eru undir heitin schizophrenia paranoid og schizophrenia catatonica.
Einkenni þessa sjúkdóms hafa verið farin að bæra á sér síðustu ár V. á
... ., þegar hann fór að grufla í dulspekilegum og trúarlegum efnum,
og hefur innganga hans í Musterisregluna sennilega verið þáttur í
sjúkdómi hans. Geðklofi af þessu tagi byrjar oft með dulspekilegu og
trúarlegu grufli, sem þróast síðan upp í ranghugmyndakerfi. Einangrun
hans á .... og fjárhagsáhyggjur hafa valdið honum álagi, sem veiklað
hefur viðnámsþrótt hans gagnvart sjúkdómi, og hafa einkennin farið
sívaxandi síðastliðin tvö ár, þótt honum hafi tekizt að mestu að leyna
þeim gagnvart öðru fólki, en slíkt er algengt með geðklofasjúklinga af
þessari tegund. 1 fyrrasumar hefur hann greinilega komizt í brátt
geðveikiástand (status psycoticus acutus) á fundi Musterisriddara og
ferðalaginu norður í . ..., en komizt út úr því aftur að vissu marki.
Eftir komuna til .... hafa einkennin farið smám saman vaxandi, þar
til hann slitnar úr tengslum við raunveruleikann, heyrir ofheyrnir,
fær mikilmennskuhugmyndir og verður þá ofvirkur í atferli, en dregur
sig þess á milli inn í skel sína og lifir í sínum eigin hugarheimi. Hann
fer þá að fá alls konar hugmyndir í sambandi við útvarps- og sjón-
varpsefni, og fara þessi einkenni í vöxt, þar til hann missir algjör tök
á raunveruleikanum og kemst í brátt geðveikiástand (status psyco-
ticus acutus) kvöldið fyrir morðið. Geðklofasjúklingar af þessari teg-
und geta fengið skyndileg æðisköst við áreiti, sem snerta ranghug-
myndir þeirra eða ofskynjanir og framið í þessum köstum verknaði,
sem þeir gera sér ekki grein fyrir, en geta verið hættulegir öðrum. V.
hefur verið í slíku kasti, þegar hann framdi morðið. Samkvæmt réttar-
krufningarskýrslu próf. Ólafs Bjarnasonar fundust útbreiddir áverkar
á líkinu eða samtals 31—32 stungu- og skurðsár víðs vegar um líkam-
ann, á brjósti, kvið, baki, hnakka, síðum og útlimum. Hafa 8 stungur
gengið inn í gegnum brjóstkassa ýmist aftan eða framan frá og tvær
framan frá og ein í gegnum kviðvegg. Fjöldi bessara áverka ber þess
frekar vitni, að V. hafi verið í fullkomlega stjórnlausu æðiskasti, þegar
hann framdi verknaðinn. Eftir morðið komst hann í algert þokuástand
og rankar ekki við sér fyrr en eftir tvo daga. 1 fangelsinu hefur hann
losnað við flestar ranghugmyndir, en einkenni um geðklofa eru ennþá
greinilega fyrir hendi, einkanlega hvað snertir tilfinningasljóleika og
brenglað raunveruleikamat.