Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 148
1969
— 146 —
Alla þessa löngu gæzluvarðhaldsvist S. hefur hann haldið óhaggan-
lega fast fram sakleysi sínu, þótt atvikin í kringum margnefnda skamm-
byssu væri honum mjög í óhag, en líka fátt annað, og ekkert samband
rakið milli hans og myrta.
Álit mitt er því: S. G-son bifreiðarstjóri er hvorki fáviti, geðveikur
né heldur geðvilltur maður í venjulegri merkingu þess orðs, heldur
meðalgefinn maður, yfirborðslegur og kærulaus, sennilega óþroskaður
af ábyrgðartilfinningu og óreiðumaður, einkanlega í peningamálum.
Hann er við núverandi aðstæður mjög varkár, gefur mjög takmarkað-
ar upplýsingar um sjálfan sig og er greinilega í varnarstöðu, sem
álykta má bæði af því og eins ýmsum atriðum, sem koma fram í sál-
fræðiprófinu. Engar líkur verða leiddar af þessu að því, hvort hér sé
um að ræða varnir gætins manns eða að sektarvitund sé undir niðri.
Ekkert bendir til þess, að S. sé annað en fyllilega sakhæfur í þessu
máli, ef hann er við það riðinn á annað borð á annan veg eða frekar
en hann hefur þegar játað“.
Máliö er lagt fyrir lælcnaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar um álitsgerð Þórðar Möller yfirlæknis, dags. 20.
desember 1969, og þeirri spurningu beint til ráðsins, hvort það fallist
á niðurstöður yfirlæknisins um geðheilbrigði og sakhæfi ákærða S.
G-sonar.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
1 álitsgerð Þórðar Möller yfirlæknis, dags. 20. desember 1969, er
rakinn æviferill S. G-sonar, persónuleika hans lýst og greint frá því,
sem fannst við geðrannsókn og sálfræðileg próf. Á þessum grundvelli
eru niðurstöður Þórðar Möller byggðar. Læknaráð getur fallizt á niður-
stöður hans.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 21. janúar
1971, staðfest af forseta og ritara 31. janúar 1971 sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar, kveðnum upp 11. marz 1971, var ákærði
dæmdur í fangelsi í 45 daga, en refsivistin þegar talin afplánuð í gæzluvarðhalds-
vist hans.
Ákærða var gert að greiða 1/20 hluta alls sakarkostnaðar, bæði í héraði og fyrir
Hæstarétti, þar með talin laun réttargæzlumanns hans og verjanda í héraði og fyrir
Hæstarétti, kr. 240.000,00, og saksóknarlaun til ríkissjóðs í héraði og fyrir Hæsta-
rétti, kr. 240.000,00, en að öðru leyti skyldi sakarkostnaður greiðast úr ríkissjóði.
2/1971.
Guðmundur Pétursson hæstaréttarlögmaður hefur skv. úrskurði