Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 106
1969
— 104 —
VIII. Skólaeftirlit.
Tafla X, A og B.
Skýrslur um skólaeftirlit bárust ekki úr eftirtöldum 11 héruðum:
Kleppjárnsreykja, Búðardals, Reykhóla, Flateyjar, Flateyrar, Suður-
eyrar, Kópaskers, Raufarhafnar, Nes, Djúpavogs og Hveragerðis.
Skýrslur um barnaskóla taka til 26567 barna, og gengu 22358 þeirra
undir aðalskólaskoðun. Tilsvarandi tölur í unglinga-, mið- og gagnfræða-
skólum eru 12699 og 9963 og í menntaskólunum fimm, Kennaraskóla
Islands og Verzlunarskóla Islands 4014 og 3033.
Rvík. Skólahúsnæði tekið í notkun: 1 Árbæjarskóla húsnæði skóla-
stjórnar o. fl., 1600 m3; í Álftamýrarskóla íþróttahús, 5521 m3; í
Hvassaleitisskóla 4 stofur, um 2000 m3; í Breiðholtsskóla 12 stofur,
4212 m3. Húsnæði skólastjórnar í Árbæjarskóla var tekið til kennslu
haustið 1969.
Álafoss. Héraðslæknir kemur hálfsmánaðarlega í heimavistarskólana.
Blönduós. Lokið við byggingu fyrsta áfanga að heimavistarskóla að
Reykjum við Reykjabraut. Að þessum skóla standa 6 hreppar af 8
sveitahreppum sýslunnar.
Grenivíkur. Skólabörn skoðuð haust og vor, og fylgzt með þeim að
vetrinum, ef eitthvað er að.
Búöa. Börnin skoðuð að haustinu, yfirleitt hraustleg og vel útlítandi.
IX. Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt (þar
með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 12 17. marz, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
2. Lög nr. 14 19. marz, um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð
hjúkrunarkvenna, nr. 16 24. apríl 1965.
3. Lög nr. 35 5. maí, um breyting á læknaskipunarlögum, nr. 43
12. maí 1965.
4. Lög nr. 49 17. maí, um breyting á lögum nr. 47 23. júní 1932, um
lækningaleyfi o. fl.
5. Lög nr. 57 27. maí, um breyting á lögum nr. 30 28. apríl 1966.
um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum.