Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 146
1969
144 —
ofan, mjög varkár, og hann forðast að tjá sig persónulega, einkanlega
að tjá nokkrar tilfinningar. Annars er mjög áberandi í vissum sálfræði-
prófum, að S. mætir gjarnan vandamálum með afneitun, hann sér
þau ekki. Á það einkanlega við, þar sem venjulegt fólk myndi skynja
árás eða árásarhneigð eða eitthvert þess konar glæpsamlegt athæfi-
Verður þessi afneitun sums staðar svo áberandi, að það hlýtur að
vekja grun um óeðlilega einbeitta varnarstöðu, miðað við það, sem
vitað er, að hann sé meðalgefinn, andlega heill einstaklingur og hann
sé saklaus af áburði þeim, sem hann stendur undir. Hinsvegar er auð-
vitað ómögulegt að leiða nokkrar líkur að því, hvort heldur sé um
að ræða varnir manns, er veit upp á sig sektina, eða viðbrögð gætins
manns, er finnur sig í yfirvofandi hættu.
í stuttu máli er hér um að ræða lítt menntaðan, en meðalgefinn
mann, S. G-son, sennilega af venjulegu meðalhraustu fólki, sem fæðist
utan hjónabands og elst upp hjá móður sinni einni til byrjandi ung-
lingsára. Fylgir hann móður sinni á sumrum „á síld“, en stundar skóla
á vetrum og lýkur venjulegu barnaskólanámi. Á unga aldri eða 10 ára
gamall fer hann að vinna á . . . ., fyrst sem léttadrengur, síðar sem
vikapiltur fyrir gesti, en þegar fram líða stundir, sem bifreiðarstjóri
og hálfgerður einkaþjónn .... [húsbóndans] og fylgir honum mjög,
einkum á sumrum. Hann þykir lipurmenni í starfi, en heldur átaka-
lítill og kærulaus.
1947 kvæntist hann núverandi eiginkonu sinni, og eiga þau 4 börn,
sem hafa að sögn verið hin venjulegustu. Heimilislíf er talið gott, en
S. hefur lengi átt í hálfgerðu fjárhagsbasli, þó það í lengstu lög hafi
ekki komið niður á f jölskyldunni, nema þá óbeint.
Um 1960 gefur gamli húsbóndi hans honum húsið á .... ásamt
meðfylgjandi lóð, en fram að því hafði S. búið með fjölskyldu sinni
leigulaust í húsnæði, sem .... heitinn [húsbóndinn] átti, fyrst á......
en síðan að ...., sem .... gefur honum svo, eins og að framan segir-
En upp úr því byrja fjárhagsvandræði S. að mestu, bæði vegna kaupa
á einkabifreið, sem hann keypti notaða, og eins vegna vanskila á opin-
berum gjöldum af húseigninni o. fl. S. hætti svo störfum hjá . . • •
hálfu ári eftir eigendaskipti, að eigin ósk, að því er hann segir, en
aðrir herma, að hann hafi verið látinn fara. Starfaði hann svo hja
Bifreiðastöð .... við leiguakstur um tíma, en síðan hjá .... á bif-
reið, sem annar maður átti, og við vaxandi fjárhagserfiðleika.
18. janúar 1968 fannst svo leigubifreiðarstjórinn G. T-son látinn
í bifreið sinni snemma morguns á Laugalæk, skammt frá gömlu sund-
laugunum, skotinn til bana. I bifreið hans fannst skothylki, sem að
áliti sérfræðinga var úr skammbyssu S & W caliber 35, sem eru mjög
sjaldgæfar. Hér á landi var vitað um aðeins eina slíka, í eigu . • • •
[húsbóndans], en hann hafði tilkynnt lögreglunni á .... hvarf byss-
unnar, sennilega á árinu 1965. 7. marz 1969 finnst svo þessi byssa i