Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 157
— 155 —
1969
Aðspurt kveðst vitnið hafa álitið, að ákærði væri undir áhrifum,
annað hvort áfengis, lyfja eða taugaspennu í umrætt sinn, en er það
tók úr honum blóðsýnishornið, fann það af honum vínandalykt.
Vitnið upplýsir nú af gefnu tilefni, að það hafi notað sampakkaða
nál og sprautu og kveðst minna, að það hafi keypt hana í nóvember.
Það tekur fram, að nálin hafi ekki verið geymd í töskunni allan þann
tíma.“
MálÁð er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hvort eftir greind atriði geti valdið skekkju
við ákvörðun alkóhólmagns (reducerandi efna) í blóði, á hvorn veg
skekkjan verði, ef einhver, og hversu mikil:
1- Blóðgjafinn hefur notað lyfið tabl. prednisoloni 5 mg við bólgum
í baki og hefur tekið 6 töflur af lyfinu á þeim sólarhring, sem hon-
um er tekið blóðsýnið.
2. Blóðgjafinn notar inj. ascorbicum 10% og fær 1 skammt (ampoule)
á dag í 10 daga „kúr“. Hann hefur fengið 1 skammt þann dag, sem
blóðsýnið er tekið.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknará'ðs:
Læknaráð telur, að atriði þau, sem spurt er um í liðum 1 og 2, hafi
ekki áhrif á ákvörðun alkóhólmagns með þeirri aðferð, sem um er að
ræða.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 18. júní
1971, staðfest af forseta og ritara 10. september s. á. sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Múlsúrslit: Með dómi Hæstaréttar, kveðnum upp 7. júní 1972, var ákærði dæmdur
1 10 daga varðhald og hann sviptur ökuleyfi í 12 mánuði. Ákærða var gert að greiða
allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda í héraði og fyrir Hæsta-
rétti og saksóknarlaun til ríkissjóðs í héraði og fyrir Hæstarétti.
5/1971.
Saksóknari ríkisins hefur með bréfi, dags. 24. ágúst 1971, leitað
umsagnar læknaráðs varðandi meint brot V. J-sonar, gæzlufanga í
hegningarhúsinu í Reykjavík, gegn 211. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19/1940.
Málsatvik eru þessi:
Að morgni hins 24. marz 1971 fannst K. Á-dóttir húsfreyja látin
fyrir utan heimili sitt....Eiginmaður hennar, V. J-son, játaði við
yfirheyrslu sama dag að hafa orðið henni að bana.