Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 84
1969
— 82 —
a. Á skrá í öllum héruðum, sem skýrslur bárust úr, nema Grenivíkur,
en þar eru öll slík tilfelli skráð undir brátt berkjukvef. Flest tilfelli í
desember, en annars nokkuð jafnt dreifð á árið, einnig sumarmánuðina.
b. Á skrá í 49 héruðum. Dreifing nokkuð jöfn.
Rvík. Eins og ávallt voru flestir sjúklingar skráðir með kvefsótt.
Mest brögð voru að henni í október—desember.
Álafoss. Gekk allt árið, en mest áberandi í júlí—október.
Stykkishólms. Seinni hluta október og fram í desember gekk um
allt héraðið kveffaraldur, sem tók marga og var í sumum tilfellum
með inflúenzueinkennum, þó að epidemíólógían benti ekki á inflúenzu.
Að öðru leyti voru kveftilfelli á árinu mjög væg og fylgikvillar mjög
fátíðir.
Blönduós. Gekk af og til allt árið, þó áberandi hærri tíðni haust
og vor.
Grenivíkur. Óvenjumikið um kvefsótt.
3. Barnaveiki (055 diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969
Sjúkl. 99 99 99 99 99 99 99 99 99 99
Dánir 99 99 99 99 99 99 99 99 99 99
4. Blóðsótt (045 dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969
Sjúkl. 99 4 4 99 99 99 99 99 »
Dánir 99 99 99 99 99 99 99 99 99 »
5. Heilabólga (082 encephalitis ac. infectiosa).
Töflur II, III og IV, 5.
1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969
Sjúkl. 23 4 10 16 6 3 2 3 2 4
Dánir 99 99 „ 1 1 99 99 99 99 tt
Á skrá í tveimur héruðum.
6. Heimakoma (052 erysipelas).
Töflur II, III og IV, 6.
1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969
Sjúkl. 13 11 48 65 78 41 47 65 57 32
Dánir 1 99 99 99 99 99 99 99 99 it
Á skrá í 9 héruðum. Flest tilfelli (9) í Þingeyrar.