Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 160
1969
— 158 —
„Samkvæmt dómkvaðningu Magnúsar Thoroddsen borgardómara,
dags. 5. febrúar 1971, höfum við undirritaðir gert augnskoðun á H.
Ó-syni, til heimilis að ... ., Reykjavík. Skoðunin var framkvæmd 19.
febrúar 1971.
H. var mjög samvinnuþýður, á meðan á skoðun stóð og skýr í svörum.
Fyrir slysið kvaðst hann hafa haft jafna sjón á báðum augum. Óþæg-
indi segist hann eingöngu hafa í hægra auga við vissa tegund birtu, svo
sem að horfa á sjónvarp. Verkir eru engir, og við þá vinnu, er hann
stundar nú (gúmmíviðgerðir), háir þetta honum ekkert.
Augnskoðun leiddi í ljós:
Á glæru (cornea) hægra auga er gráleitt ör við hvítujaðarinn (limb-
us) nefmegin, sem er lítið áberandi, og í slímhúð augans (conjunctiva)
er roði ekki sjáanlegur.
Sjónskerpa:
Hægra auga: 0.1 (6/60 Snellen)
Vinstra auga: 1.0 (6/6 Snellen)
Sjónlag (refractio):
Hægra auga: + 1.0 Sph. + 3.25 cyl. axis 60 : 0.7 (6/9 Snellen)
Vinstraauga: + 1.0 Sph. : 1.0 (6/6 Snellen)
Sjónop (pupillae) eru jafnvíð og svara eðlilega fyrir ljósi, og að-
lögunarhæfni (accommodation) er góð á báðum augum.
Augnbotnar (fundi oculi) eru eðlilegir útlits á báðum augum.
Rauflampa rannsókn (spaltelamp, slitlamp) leiddi í ljós:
Hægra auga: Á glæru er gráleitur örvefur, er nær frá glærubrún
(limbus corneae) kl. 4.30, er stefnir í áttina að glærumiðju (sjá með-
fylgjandi mynd). örvefurinn nær alveg gegnum þykkt glærunnar að
sjónopsröndinni, en er lengra kemur inn á glæruna, er það aðeins á
yfirborðinu.
Lithimnan (iris) er lóðuð við örið næst glærubrúninni, en hring-
vöðvinn (musculus sphincter pupillae) er alveg frír. Þó dregst sjón-
opið örlítið í áttina til örsins.
Augasteinninn er alveg tær bæði fyrir og eftir útvíkkun sjónops, og
engin einkenni um bólgu sjást í auganu.
Vinstra auga: Eðlilegt við rauflamparannsókn.
Samhæfispróf (orthoptic) augnanna: Augun vinna eðlilega saman
bæði með og án glerja, og þrívíddarsjón (steropsis) er góð.
Notaður var synoptophor við mælinguna.
Prófun á nærsjón (lestrarsjón):
Án glerja sér hann N. 18 (það er stórt letur) án glerja. Með glerj-
um notar hann bæði augun saman, bæði í lestrarfjarlægð og í lengr1
fjarlægð.
Við slysið hefur glæran á hægra auga aflagazt þannig, að lögun
hennar er ekki lengur hluti af reglulegum kúlufleti, heldur „aspheri-
cal“. Þetta orsakar sjónskekkju (astigmatismus), er nemur um 3—-4