Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 122
1969
120 —
Atvinna Karlar Konur Samtals
Verkamenn og sjómenn 31 1 32
Iðnaðar- og handverksmenn 15 — 15
Verzlunar- og skrifstofumenn 15 1 16
Bifreiðarstjórar 6 — 6
Önnur störf 3 — 3
Húsmæður - 4 4
Samtals 70 6 76
Auk þeirra 76, er frumskráðir voru á árinu, sóttu deildina 299
manns frá fyrri árum, þar af 11 konur. Þannig leituðu til deildarinnar
samtals 375 sjúklingar, sem lækningar nutu og félagslegra leiðbein-
inga ýmiss konar. Urðu heimsóknir þeirra alls 5688. Meðaltal heim-
sókna á mann verður því á árinu sem næst 15,2, en var 16,8 árið áður.
Starfinu var hagað líkt og áður, og vísast um það til fyrri ársskýrslna.
Eins og getið var í síðustu ársskýrslu, var gerð tilraun með metronidazol-
meðferð. Henni var lokið snemma á þessu ári. Þessi lyfjameðferð tók
til 35 manna og stóð yfir í 3 mánuði. Meðferð luku 18 manns, en 17
hættu í ótíma. Af þeim, sem héldu út, neyttu 10 áfengis einhvem tíma,
meðan á meðferð stóð, en aðeins 8 drukku ekkert. Það er mat starfsliðs-
ins, að þessi lækningaaðferð hafi ekki sýnt neina ótvíræða yfirburði,
og er það í samræmi við álit nokkurra erlendra lækna, er lyfið hafa
reynt.
Húð- og kynsjúkdómadeild.
Á deildina komu alls 573 manns, þar af 367 vegna gruns um kyn-
sjúkdóma. Tala rannsókna var 2117, þar af 1581 vegna kynsjúkdóma.
Af þessu fólki reyndust:
9 hafa sárasótt (3 konur, 6 karlar. Ekkert nýtt tilfelli),
- — linsæri,
137 — lekanda (51 kona, 86 karlar),
10 — flatlús (2 konur, 8 karlar),
— — höfuðlús,
6 — maurakláða (3 börn, 2 konur, 1 karl),
2 — kossageit (börn),
198 — aðra húðsjúkdóma (53 börn, 75 konur, 70 karlar).
211 voru rannsakaðir vegna gruns um kynsjúkdóma (59 konur, 152
karlar).