Börn og menning - 2017, Qupperneq 4

Börn og menning - 2017, Qupperneq 4
Fá atriði í barnabókum hins afkastamikla metsöluhöfundar Enid Blyton (1897–1968) á íslensku eru eftirminnilegri eða magnaðri en þegar unglings- drengurinn Jonni verður við- skila við félaga sína í öllum æv- intýrunum og reikar um einn í hinu framandi landi Tauri- Hessia þar sem enginn skilur hann og hann skilur ekki tungumálið, áður en hann finnur griðastað í sirkus sem bókin er kennd við (Ævintýrasirkusinn, e. The Circus of Adventure). Þessir kaflar eru ekki síst eftirminnilegir vegna þess að í þeim kjarnast að minnsta kosti tvennt sem skýrir hið mikla aðdráttarafl sagna Enid Blyton: 1. Jonni er einn aldrei þessu vant en annars eru sögu- hetjur hennar yfirleitt barnahópar af báðum kynj- um; þannig gátu einmana íslensk börn setið löngum stundum niðursokkin í sögu um glaðværan og há- væran barnahóp þar sem samveran var aðalatriðið, hvort sem börnin sitja við snæðing eða skríða um leynigöng í leit að smyglurum, vopnasölum og pen- ingafölsurum. 2. Jonni er enskur millistéttardrengur sem lifir vel- sældarlífi sem er innrammað af skóla og fjölskyldu (þó að raunar sé hann upphaflega munaðarlaus). Að mörgu leyti er hann dæmi- gerð söguhetja Enid Blyton sem mitt í eigin innrömmuðu velsæld dreymir um ævintýri og ekki síst um sirkusinn, annars konar líf á stöðugum faralds- fæti við minni allsnægtir en meiri spennu. Einsemd Jonna lýkur þannig þegar hann hittir sirkusdrenginn Pedro og þeir verða strax perluvin- ir. Kannski vegna þess að Pedro er það sem Jonni þráir að vera en fær aðeins að vera tímabundið. Auðvitað er draumurinn um hið frjálsa sirkuslíf sem Blyton deilir með lesendum sínum fantasía en ekki nöturlegur veruleiki og í raun vita bæði höfundur og lesendur það – þess vegna er þátttaka söguhetja hennar í þessum heimi alltaf tímabundin. Þannig er fantasía söguheims Enid Blyton vel útfærð í einmitt þessum litla hluta af Ævintýrasirkusnum en hið þriðja sem er áhugavert við hann er að aldrei þessu vant er Jonni mállaus. Í útlandinu skilur hann enginn og hann skilur ekkert. Í þessum þætti Ævintýrasirkuss­ ins koma þannig fyrir framandleg hessíönsk orð („egli- nóta“, „pókepótóplink“, „sjípalikk“) sem eru öll meira og minna óbreytt úr enska frumtextanum. Hessíönsku þarf ekki að þýða því að hún á að vera óskiljanleg. „Ekki kalla mig Finn“ Um íslenskar gerðir barnabóka Enid Blyton Ármann Jakobsson Einsemd Jonna lýkur þannig þegar hann hittir sirkusdrenginn Pedro og þeir verða strax perluvinir.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.