Börn og menning - 2017, Page 5

Börn og menning - 2017, Page 5
 5 „Ekki kalla mig Finn“ Ríkulegt íslenskt höfundarverk Blyton Ævintýrabækur Enid Blyton (á frummálinu: The Adventure Series) voru alls átta talsins. Þær komu fyrst út á frummálinu árin 1944–1955 en á íslensku 1950–1957, þýddar („íslenzkaðar“ eins og það er orðað í bókunum sjálfum) af Sigríði Thorlacius (1913–2009). Síðan voru þær endurútgefnar 1979–1982 og sumar Ævintýra- bækurnar hafa verið endurprentaðar síðan en aldrei rit- röðin öll. Þessar bækur mynda kjarnann í höfundarverki Enid Blyton eins og íslensk börn á eftirstríðsárunum kynntust því, ásamt Fimmbókunum og Dularfullubók- unum sem birtust á íslensku nokkru síðar. Sextán Fimm- bækur komu út frá 1957 til 1971, þýddar af Kristmundi Bjarnasyni (f. 1919), en fjórtán Dularfullubækur frá 1959 til 1973, þýddar af Andrési Kristjánssyni (1915–1990). Þessi þrjú eru því aðalþýðendur Enid Blyton á Íslandi en ekki þeir einu því að Andrés og Álfheiður Kjartansdóttir (1925–1997) þýddu sex Ráðagátubækur sem út komu 1987–1992 og fimm áður óþýddar Fimmbækur komu út 1985–1989, þýddar af Álfheiði og Sævari Stefánssyni. Oftast voru þessar bækur 150-200 blaðsíður, Ævin- týrabækurnar heldur lengri en hinar. Íslensku Ævintýra- bækurnar voru eins og enska gerðin myndskreyttar af Stuart Tresilian (1891–1974), fyrstu Fimmbækurnar af Eileen Soper (1905–1990) en þær seinni af Betty Max- ey (1928–2004). Umtalsverður munur er reyndar á stíl þeirra þar sem Maxey hefur flutt söguhetjurnar fram til nútímans (8. áratugarins), einkum hvað fatatísku snertir. Þannig mætti segja að yngri bækurnar séu í senn tíma- og staðfærðar. Þrír myndasmiðir komu við sögu í íslensku Dularfullubókunum: J. Abbey, Trayer Evans og Lilian Buchanan en fyrir vikið eiga sjálfsagt margir íslenskir lesendur erfiðara með að rifja upp útlit söguhetjanna í þeim bókum. Bæði Ævintýrabækurnar og Fimmbækurnar hafa ratað á íslensku í heild sinni. Fimmbækurnar (The Famous Five) komu upphaflega út 1942–1963 og voru upprunalega aðeins 21 þó að söguhetjur bókanna hafi lifað dágóðu framhaldslífi í bókum annarra höfunda, einkum á frönsku. Dularfullubækurnar (The Five Find­ Outers) komu út frá 1943–1961, voru alls fimmtán en ein er enn óþýdd á íslensku (sú seinasta, The Mystery of Banshee Towers, 1961). Ráðgátubækurnar (The Barney Jonni skilur ekki hessíönsku. Hessíönsku þarf ekki að þýða því að hún á að vera óskiljanleg.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.