Börn og menning - 2017, Page 6

Börn og menning - 2017, Page 6
Börn og menning6 Mysteries) urðu aðeins sex, gefnar út 1949–1959, og eru allar til á íslensku. Þá rötuðu þrjár bækur af fjórum um Baldintátu (The Naughtiest Girl) á íslensku, samdar 1940– 1952 en þýddar 1959–1961. Aðeins ein bók kom upphaf- lega út af Leynifélaginu sjö saman (The Secret Seven), árið 1967, en árin 1990–1994 komu fimm í viðbót, þýddar af Álfheiði Kjartansdóttur og Nönnu Rögnvaldardóttur. Á frummálinu telur sú ritröð fimmtán bækur sem út komu 1949–1963. Þessar bækur eru styttri en hinar ritraðirnar, ná sjaldan 100 síðum. Þá má ekki gleyma Doddabókunum sem Hersteinn Pálsson þýddi fyrstur á íslensku en þær eru örstuttar myndabækur og eðlisólíkar bókum hennar fyrir eldri börn. Alls sendi Enid Blyton frá sér 24 Doddabækur milli 1949 og 1963, iðulega tvær á ári. Doddi í leikfanga­ landi kom fyrst út árið 1957 í þýðingu Hersteins. Eins og sjá má af þessari upptalningu semur Enid Blyton þessar bækur allar í einu; ef litið er á ritaskrá hennar kemur í ljós að hún fór létt með að senda frá sér 1000-1200 blað- síður af lengri og flóknari barna- og unglingabókatexta ár eftir ár. Í mörg ár sendir hún þannig frá sér Ævintýrabók, Fimmbók og Dularfullubók: árið 1944 komu t.d. Ævin­ týraeyjan, Fimm á flótta og Dularfulla kattarhvarfið upp- haflega út. Árið 1950 komu út Ævintýraskipið, Fimm í hers höndum, Dularfullu sporin, Ráðgátan á Rofabæ, Leynifélagið Sjö saman og þrjár aðrar bækur í ritröðum af svipaðri lengd, fyrir utan alls konar smábækur. Það þarf engan að undra að mörgum hafi ofboðið dugnaður hennar en þó varla fyrri eiginmanninum Hugh Pollock því að eftir skilnað þeirra Enid gekk hann að eiga rómönsuhöfundinn Idu Pollock sem var engu afkastaminni en fyrri eiginkonan; átti til að senda frá sér 4–5 skáldsögur fyrir fullorðna í fullri lengd á ári undir ýmsum nöfnum. „Hvítþveginn“ Jói Vegna dugnaðarins hefur Enid Blyton stundum verið álitin hálfgerð verksmiðja og útgefendur hafa ef til vill þess vegna verið óhræddir við að breyta textum hennar. Það á við um enskar endurútgáfur Ævintýrabókanna á þessari öld þar sem allar tilvísanir til kynþáttar helsta andstæðings söguhetjanna, blökkumannsins Jóa, hafa verið þurrkaðar út. Þar með skapast sú sérkennilega staða að íslenska þýð- ingin verður að einhverja leyti nær frumtextanum en nýjar enskar gerðir. Jói hét á frummálinu Jo-Jo en í nýrri bók- unum aðeins Joe. Í nýju bókunum er ekki heldur útilokað

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.