Börn og menning - 2017, Qupperneq 13
13Erlendar söguhetjur á íslenskum skóm
Matthías Jochumsson þýddi líka Sögur herlæknisins
eftir Zacharias Topelius sem birtust fyrst að hluta sem
framhaldssaga í Öldinni árið 1893, en síðan kom sjö-
unda frásagan, „Blástakkar“ út á bók í ritröðinni Bóka
safn alþýðu árið 1898. Á þessum tíma eru frásagnirnar
flokkaðar sem „alþýðubækur“ og einnig þegar þær voru
gefnar út í fimm bindum 1904–1909, en þegar á leið
var farið að kynna þær sem heppilega lesningu handa
tápmiklum drengjum, enda voru þá orðnar skýrari lín-
ur um hvað hentaði hverjum aldursflokki. Það má vel
vera að íslenskir strákar hafi verið sólgnir í að lesa sög-
ur um „Gústaf Adólf og þrjátíuára-stríðið“, ekki skal
ég efa það, en lásu stelpur þær ekki líka? Áttu þær að
láta sér nægja ævintýri H.C. Andersens (sem komu út í
þýðingu Steingríms Thorsteinssonar 1904) og annað af
því tagi? Eða voru bókmenntir ennþá bara ætlaðar karl-
mönnum, eins og faðirinn segir dóttur sinni í Sumar
gjöfinni 1795?
Strákar í bláu, stelpur í rauðu
Það er nú ekki alveg svo, því framan af síðustu öld
létu menn sér oftast nægja merkimiðann „barnabók“,
enda ekki búnir að uppgötva hið ágæta markaðslögmál
að kynjaskipting vörutegundar þýðir meiri sala. Gott
dæmi um það eru bókaflokkarnir Bláu drengjabækurnar
og Rauðu telpnabækurnar, sem komu til sögunnar strax
eftir síðari heimsstyrjöldina og voru við lýði í mörg ár.
Þær stóðu undir nafni – strákarnir í bláu, stelpurnar í
rauðu – og allt voru þetta þýðingar, það best ég veit.
En þó að strákarnir litu kannski
ekki við stelpubókum gleyptu
stelpurnar í sig strákabækur
enda var söguþráðurinn og at-
burðarásin þar oft miklu meira
krassandi en í bókum sem voru
sérstaklega ætlaðar þeirra kyni,
því þar var einkum fjallað um
góðar, hlýðnar og fórnfúsar litl-
ar stúlkur sem ástunduðu kven-
legar dyggðir eða lærðu það að
minnsta kosti af reynslunni.
Höfundi var nú kannski ekki
alltaf um að kenna í þeim efnum
því sumir – og þá einkum karlkyns – þýðendur tóku að
sér að ala upp kvenkyns söguhetjur ef þeim þóttu þær of
hortugar eða framhleypnar. Ég nefndi áðan hina mikið
styttu Önnu í Grænuhlíð sem kunni heldur betri siði
í íslenskri þýðingu Axels Guðmundssonar (1933) en á
frummálinu og sagan af fjallastelpunni Heiðu (1934–
1935) er líka stytt, þótt Laufey Vilhjálmsdóttir virðist í
fljótu bragði lítið hafa átt við skapgerð telpunnar. Um
fyrstu þýðinguna á Lísu í Undralandi, sem kom út hjá
Esju 1937, gegnir öðru máli.
Þýðanda þessarar gerðar af Lísu er ekki getið en hún
var furðu lífseig, var til dæmis endurbirt sem fram-
haldssaga í Heimilistímanum 1976–1977 þótt önnur og
ítarlegri þýðing væri til. 3. nóvember 1937, skömmu
eftir að bókin kom út, skrifar „Kennari“ í Morgunblað
ið: „Þessi heimsfræga barnabók,
sem á ensku heitir „Alice in
Wonderland“, er nú komin út í
íslenskri þýðingu. Það er mikill
vandi að þýða barnabækur svo
að vel sje, en þó hygg jeg að þessi
bók hafi reynst óvenjulega erfið
viðureignar. Því meiri ánægja er
að sjá, hversu vel þýðingin er af
hendi leyst.“
„Kennari“ hefur varla þekkt
verkið sérlega vel, því þá hefði
hann strax séð hve miklu var
sleppt úr, t.d. af orðaleikjum og
Það má vel vera að
íslenskir strákar hafi
verið sólgnir í að lesa
sögur um „Gústaf Adólf
og þrjátíuára-stríðið“,
ekki skal ég efa það,
en lásu stelpur þær
ekki líka?