Börn og menning - 2017, Qupperneq 21

Börn og menning - 2017, Qupperneq 21
Hversdagsleiki og snilligáfa Sigfríður Gunnlaugsdóttir Á árunum 1968 og 1969 kom út í Bretlandi fjögurra bóka sería eftir barna- og unglingabókahöfundinn Noel Streatfeild þar sem fjallað er um barnastjörnuna Emmu Bow og frænd- fólk hennar, Robinson-fjölskylduna. Streatfeild skrifaði bækurnar fyrir Armada forlagið, en hún var þá þegar þekkt sem höfundur vinsælla barna- bóka sem meðal annars hafa verið kall- aðar „Skó-bækurnar“ („Shoes“ books) þó þær hafi ekki verið skrifaðar sem sería og skó-tengingin komið til við endurútgáfu sumra þeirra. Bækurn- ar fjórar um Emmu og frændsystkini hennar heita: Emma, Emmusystur, Emma spjarar sig og Emma verður ástfangin. Bækurnar komu út í íslenskri þýðingu á ár- unum 1973–1976. Þýðandi fyrstu þriggja bókanna var Jóhanna Sveinsdóttir en Iðunn Reykdal þýddi þá fjórðu og síðustu. Hvenær eru bækur góðar og hvenær eru þær rusl? Það er án efa til marks um þá litlu umræðu og gagn- rýni sem barna- og unglingabækur fá og hafa fengið í fjölmiðlum að eina umfjöllunin, fyr- ir utan fréttatilkynningar útgefanda, sem finna má um Emmubækurnar í íslenskum fjölmiðlum er grein eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur sem birtist í Þjóðviljanum í febrúar árið 1975 stuttu eftir útgáfu þýðingar á bók númer tvö, Emmusystur. Efnistök höfundar og þýð- ingin fá ekki háa einkunn í þeirri grein, raunar svo slæma að niðurlag greinar- innar er að betra hefði verið að skilja síðurnar eftir auðar og spara þannig prentsvertuna. Hin barnunga ég, sem var einmitt að lesa Emmubækurnar þegar umfjöllun- in í Þjóðviljanum birtist, var á allt öðru máli. Í mínum huga voru þetta frábær- ar bækur og hefðu helst bara þurft að vera fleiri. Ekki kom það þó til af því að ég væri ekki góðu vön. Ver- andi barn menningarlega sinnaðra foreldra var því ýtt að mér frá unga aldri að lesa heimsbókmenntirnar og ég hafði lesið þónokkuð af því sem taldist alvöru bók- menntir, svo sem Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson og Sölku Völku, svo eitthvað gott og þjóðlegt sé nú nefnt. Af þessum sökum finnst mér áhugavert að velta fyrir mér hvað það var við Emmubækurnar sem höfðaði til mín, og svo ótal margra annarra jafnaldra minna (aðal- Emmubækurnar eftir Noel Streatfeild

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.