Börn og menning - 2017, Side 24
Börn og menning24
kyrtli eða rykkilíni við kórsönginn var afar sérstakt.
Þessi menningaryfirfærsla er væntanlega ekkert sem
höfundurinn var að velta fyrir sér (þótt auðvitað sé það
voða gamaldags og hallærislegt að velta fyrir sér ætlan
höfundarins!) en skiptir máli í samhengi þýðingar yfir
á annað mál- og menningarsvæði. Ég er til dæmis alveg
sannfærð um að það skipti miklu máli að barna- og ung-
lingabækur frá ólíkum menningarsvæðum séu þýddar
nákvæmlega af þessum ástæðum – til að búa til glugga
inn í mismunandi menningarheima sem krakkar geta
mátað sig við og til að skapa samkennd með og skilning
á mismunandi þjóðfélögum og menningarsvæðum.
Hvenær er þýðing nægilega góð?
Hvað skiptir máli?
Hvað sjálfa þýðingu bókanna varðar þá finnst mér
ágætt að horfa til baka og rifja upp hvernig mér, sem
ungri stúlku, fannst að lesa þær. Ég minnist þess ekki
(þó með því fororði að auðvitað er ansi langt síðan og
annað eins dettur nú út hjá manni) að hafa fundist þær
neitt óþjálar eða skrítnar aflestrar sem ég túlka sem svo
að þýðingin hafi að minnsta kosti skilað því sem hún
þurfti að skila. Ég man hins vegar hvað mér fannst
nafnið Lydía framandi og fallegt – en þetta var jú áður
en nafnaflóra Íslendinga tók vaxtarkipp og mögulega
ekki margar konur sem báru nafnið á þeim árum. Sem
leiðir mig að því að hvað nöfn varðar hefur þýðandinn
tekið þann pól í hæðina að íslenska flest (þó ekki öll)
eiginnöfn: Emma heitir t.d. Gemma á frummálinu,
Alice verður að Aldísi, Phillip verður Filip, Rowena
verður Regína og svo framvegis. Pabbi Emmu, Basil
Bow, sem kemur reyndar afar lítið við sögu, fær að halda
sínu nafni. Eftirnafnahefðinni er haldið og ekkert gert
til þess að íslenska ættarnöfn persónanna. Þá fær borg-
arnafnið Headstone að halda sér þótt nafni götunnar
sem Robinson-fjölskyldan býr við, Þrastargötu, sé snúið
upp á íslensku. Ég get í sjálfu sér ekki sagt til um það
hvers vegna þýðandinn hefur tekið þann pól í hæðina
að vinna með nöfnin á þennan hátt að öðru leyti en því
að mér finnst ekki ólíklegt að hún hafi viljað komast
hjá mögulega sérkennilegum beygingum enskra nafna
þegar þau eru notuð á íslensku. Þá má einnig segja að
þessi notkun á bæði íslenskum og enskum nöfnum falli
að því þema sem ég hef nefnt, það er að blanda saman
því venjulega og hinu framandi, þótt það sé ef til vill
full langt seilst að ætla þýðandanum að hafa meðvitað
verið að vinna í þeim anda.
Við lestur bókanna núna, 44 árum eftir að fyrsta þýð-
ingin kom út, þá sé ég að vissulega má finna að hinu og
þessu. Að mínu mati er þó heildaryfirbragð þýðinganna
í góðu lagi og frumtextinn kemst vel til skila. Það er
að sjálfsögðu alltaf hægt að tína til hitt og þetta sem
hefði mátt betur fara auk þess sem hægur vandi er að
fara í einhverskonar berjamó þar sem markmiðið er að
tína til allar mögulegar misþýðingar á orðum og hug-
tökum. Í þessu tilfelli (og raunar flestum) finnst mér
það ekki skipta öllu máli þótt vissulega sé mikilvægt
að þýðendur vandi sig og að útgefendur leggi metnað
sinn í að fá góða fagmenn til starfa við þýðingar, sem
og að umbun sé með þeim hætti að hægt sé að leggja
vinnu og metnað í verkið. Þetta er kannski í raun ekki
síst mikilvægt þegar um barna- og unglingabækur er að
ræða ef markmiðið er að ala upp gagnrýna og víðsýna
framtíðarlesendur.
Þá tel ég mikilvægt að allskyns bækur komi fyrir
sjónir barna og unglinga, bækur sem skrifaðar eru út
frá mismunandi sjónarhornum og af ýmsum toga stíl-
lega séð. Þrátt fyrir að Emmubækurnar séu kannski
ekki sérlega framúrstefnulegar eða byltingarkenndar
þá eiga þær sinn sess í hugum þeirra sem lásu þær sér
til skemmtunar fyrir margt löngu og hafa ekki elst verr
en svo að þær eru meðal þeirra bóka sem dóttur minni
hugnaðist að lesa úr mínu unglingabókasafni, en það
hefur svo sannarlega ekki átt við um allt sem þar er að
finna.
Höfundur er bókmenntafræðingur.