Börn og menning - 2017, Page 25

Börn og menning - 2017, Page 25
Íslandsbók barnanna Texti: Margrét Tryggvadóttir Myndir: Linda Ólafsdóttir Iðunn, 2016 Á síðasta ári gaf Iðunn út prentgrip sem ber bókagerð á Íslandi ákaflega fagurt vitni. Þar er á ferðinni Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur sem ritar texta og Lindu Ólafsdóttur sem á myndverkin sem gleðja bæði augu og ímyndunarafl. Raunar er full ástæða til að geta þriðju listakonunnar sem kemur að verkinu en það er Alexandra Buhl sem braut bókina um og ann- aðist uppstillingu á kápu. Bókin fjallar um náttúru landsins, menningu og mannlíf og er hver opna heild- stætt listaverk sem fyllir út í myndflötinn. Textanum er raðað upp með ýmsum hætti; stundum í sjálfstæðum efnisgreinum, í öðrum tilvikum er hann eins og skýr- ingartexti við myndir og í enn öðrum er hann felldur að myndverkunum með hugvitsamlegum hætti. Í bókinni er ekki sögð saga en þar á sér stað framvinda í tíma; hún hefst að vori og lýkur að vetri til. Endurspeglast árstíðaskiptin bæði í efn- isvali og myndum. Við og þau Fyrsti texti bókarinnar er eftir Andra Snæ Magna- son. Þar er á ferðinni ætt- jarðarljóð þar sem stefnt er saman hátíðlegu og óhátíðlegu málfari: „Ó! Ísland þú ert þvílíkt flott.“ Þessi létti og gamansami tónn er þó ekki dæmigerður fyrir bókina í heild því yfirleitt er sú rödd sem talar til lesenda býsna alvarleg. Í ávarpi til lesenda sem stendur gegnt ljóði Andra er talað um að landið „okkar“ sé „dýrmætt“ og að „við“ berum „ábyrgð“ á því saman. Það er beinlínis sagt að „við“ þurfum að „bregða okkur í hlutverk landvættanna og passa landið okkar og hafið í kringum það“. Í ljósi þessa upphafs, sem verður að telja móralskt og jafnvel pólit- ískt, kemur á óvart að nánast ekkert skuli vera fjallað um þær hættur sem steðja að landinu eða skyldur okkar við það skilgreindar nánar. Fleira í ávarpinu vekur upp spurningar. Þannig er talað um að „við“ þurfum að „gæta þess að öllum líði vel á eyjunni okkar“ og að við eigum að „taka vel á móti því fólki sem hingað kemur“. Gott og vel. En í næstu máls- grein er talað um að tungumálið „okkar“ sé einstakt og „engir nema Íslendingar geti haldið því lifandi“. Nú má deila um það hvað sé lifandi mál en það orkar undarlega á mig að lesa þessi orð þar sem ég sit innan um á annan tug doktorsnema sem eru komnir hingað til lands, víðs vegar að úr veröldinni, til að rann- saka íslenskt mál og bók- menntir. Það kom mér sömuleiðis á óvart þegar ég skoðaði bókina með sonum mínum hvernig þeir brugðust við textan- um. Sá eldri sem er sex Ísland til umræðu Haukur Ingvarsson Bækur

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.