Börn og menning - 2017, Page 28

Börn og menning - 2017, Page 28
Vonda frænkan David Walliams Þýðandi: Guðni Kolbeinsson Bókafélagið, 2016 Það var með nokkurri eftirvæntingu sem við feðgarnir hófum lestur á Vondu frænkunni eftir David Wall- iams. Walliams er löngu búinn að festa sig í sessi sem einn afkastamesti barnabókahöfundur samtímans og er jafnframt að margra mati meðal þeirra skemmtilegustu. Í þeim hópi eru þeir bræður Frosti, 7 ára, og Jökull, 11 ára, sem veittu sérfræðiaðstoð við ritun þessarar bókarýni. Vonda frænkan er sjöunda bók Walliams og kom út í íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar árið 2016. Til marks um vinsældir Walliams hafa fjórar bóka hans nú þegar verið gerðar að kvikmyndum. Eflaust á Vonda frænkan eftir birtast á hvíta tjaldinu áður en langt um líður. Sögusvið bókarinnar er enskt sveitasetur á þriðja ára- tug síðustu aldar. Lafði Stella vaknar bundin og ringl- uð í rúmi sínu. Alberta, föðursystir hennar, færir henni þær fréttir að foreldrar hennar hafi látist í bílslysi og að hún hafi bjargað Stellu. Hún ætli sér nú að sjá um mál Stellu og til þess þurfi hún nauðsynlegar upplýsingar sem aðeins Stella geti veitt henni. Nefnilega að Stella segi Albertu hvar afsalið að Saxby-setrinu sé falið. Sagan hverfist síðan um baráttu Stellu við frænku sína um afsalið auk þess sem Stella reynir að leysa ráð- gátuna um lát foreldra sinna. Söguþráðurinn er einfald- ur og einungis fáar persónur koma við sögu. Þær eru hins vegar hver annarri broslegri. Forni, hinn spreng- hlægilegi bryti, viðsjárverða uglan Wagner, að ógleymd- um Strauss lögregluforingja, sem er svo sannarlega ekki allur þar sem hann er séður. Þá er ótalinn dularfullur sótari sem ber hið sérstaka nafn Sót en hann reynist haukur í horni Stellu. Illskan holdi klædd Bókin hefst á því að lesendur fá yfirlits- mynd af sögusviðinu og persónur eru kynntar til leiks líkt og um leikarakynn- ingu sé að ræða. Smám saman er sjónum lesandans beint að aðalpersónunni Stellu sem rankar við sér í rúminu sínu, vafin inn í sárabindi frá toppi til táar. Þegar Stella kemur til sjálfrar sín áttar hún sig á því að ekki er allt með felldu. Minn fullorðni hugur hvarflaði undir eins til James Caan í Misery sem einnig lá fjötrum bund- inn í rúmi Kathy Bates. Undir eins dró ég þá ályktun að Walliams væri í þessari bók að daðra við hrollvekj- una sem á nú nokkrum vinsældum að fagna í heimi barnabókmenntanna. Það hefur hann reyndar áður gert í Grimma tannlækninum. Þetta reyndist hins vegar misskilningur og líkindunum við meistaraverk Steph- ens King lauk áður en þau byrjuðu. Við tók drungaleg sakamálasaga. Einfaldleikinn í persónuúrvalinu og söguþræði er styrkleiki bókarinnar. Auðvelt er fyrir unga lesendur að halda þræðinum, þótt vissulega þekki fáir þeirra til merkingar afsals í erfðarétti. Sagan er sakamálasaga, en einnig eltingaleikur þar sem Stella og Sót þurfa reglu- lega að leika á vondu frænkuna. Fyrst og fremst er sagan aldagömul barátta góðs og ills, eltingaleikur á gömlu sveitasetri, fagurlega skreyttur skrautlegum persónum og undarlegum atburðum. Svo er auðvitað fleira spunnið í söguþráðinn, líkt og við er að búast í bragðmiklum bókum. Foreldramissir og vin- átta Stellu og sótarans var til dæmis umræðuefni okk- ar feðga í gegnum lesturinn. Það er þó illska Albertu frænku sem er aðalatriðið. Illskan holdi klædd Hjalti Halldórsson Bækur

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.