Börn og menning - 2017, Síða 33
33Sprúðlandi fjör og flottar myndir
Allt á fullu
Á hverri opnu er heilmikið um að vera. Ólíkt mynda-
orðabók tékkneska prestsins þar sem öllu er raðað vand-
lega upp er allt út um allt hjá Tom Schamp og gríðarlegt
líf og fjör. „Sumarsæla“ er gott dæmi um það. Það er
kvöld, jafnvel nótt, en öll dýrin í skóginum eru úti að
leika enda fara „náttdýrin á stjá á nóttunni“. Hressir
hestar taka snúning í grasinu, björn dansar hip-hop,
krakkar leika í eltingaleik, sumarástin blómstrar í hjól-
hýsagarðinum og aðrir hafa það huggulegt á tjaldsvæð-
inu. Við varðeldinn er sungið „kveikjum eld, kveikjum
eld“ og vaskir skátar hafa auga með öllu saman.
Ekki aðeins er feikimikið um að vera og yfirdrifið
nóg að skoða heldur er bókin ansi sniðug – eins og lof-
að er í titlinum. Þetta á til að mynda við um kaflann
„Opinberar framkvæmdir“, sem hljómar satt að segja
drepleiðinlega. Þar er lögð áhersla á það að borgin sé sí-
fellt að breytast og þar úi og grúi af vinnuvélum, verka-
mönnum og verkfærum auk þess sem spurt er gáfulegra
spurning á borð við „Hvert er farið með jarðveginn?“
og „Eru ekki allir með öryggishjálm?“ En svo má sjá
grænan orm bauka á moldarbing og fyrir ofan stendur
„Hér eru fleiri ormar“ og fyrir ofan steypubíl stendur
„veröldin hringsnýst“. Yfir sebrabrautina gengur sebra-
hestur og hinum megin við götuna er hlébarði í dýr-
indis loðfeldi. Sturtubíll sturtar möl á götuna og þar til
hliðar segir „Nóg að gera á mölinni“. Inní beltagröfu er
eldrauður krabbi sem segir „Ég er grafari!“ og þar sem
Mol de Varp stendur upp við vörubíl má lesa: „Þessi
moldvarpa hefur unnið sig upp af eigin rammleik.“
Þessir brandarar lukkast yfirleitt stórvel bókina út í
gegn og ættu að gleðja bæði stóra sem smáa.
Litagleði og smáatriði á hverri opnu
Eins og áður sagði myndar hver opna eina heild og
yfirleitt er einn litur eða litaþema áberandi á hverri
opnu. Þetta sést til dæmis í „Ofan sjávar“ þar sem
áhersla er lögð á báta og skip en grænblár litur er þar
notaður sem bakgrunnur til að tákna sjóinn. Grænn og
appelsínugulur eru síðan einnig áberandi á opnunni.
Annars staðar ægir öllum heimsins litum saman eins og
í „Borg að degi er eins og mauraþúfa“ en sú opna virð-
ist næstum því unnin í nokkrum lögum og litir, hlutir,
persónur, orð og skilti hrúgast saman. „Borg að nóttu
er eins og skrýtinn draumur“ er af öðrum toga. Þar er
bakgrunnurinn svartur og skærir litir, jafnvel neonlit-
ir, dansa um opnuna. Myndirnar sjálfar eru að mestu
Hér gefur að líta nokkurs konar aðalsöguhetjur bókarinnar. Pabbi, mamma og Ottó litli birtast hér og þar á síðum henn
ar. Einkum er Ottó áberandi en hann fær sér t.d. að borða í eldhúsinu, skreppur í búðina með pabba og vökvar blómin.