Börn og menning - 2017, Page 34

Börn og menning - 2017, Page 34
unnar með akrýllitum og eru uppfullar af smáatriðum. Sérlega eftirtekt vakti áherslan á mismunandi áferð myndanna en þetta er til að mynda áberandi á opnunni „Opinberar framkvæmdir“. Því ber að fagna og veita eftirtekt þegar efnismikl- ar myndaorðabækur á borð við Stærstu og sniðugustu myndaorðabók í heimi koma út. Slíkar bækur geta oft og lengi haft ofan af fyrir börnum, skapað skemmti- legar samverustundir með þeim sem eldri eru og kennt ungum lesendum sitthvað um veröldina ásamt því, sem ekki skiptir minna máli, að auka færni þeirra í að lesa í myndir. Höfundur er grunnskólakennari og doktorsnemi í íslenskum bókmenntum. Viðfangsefni Stærstu og sniðugustu myndaorðabókar í heimi eru mjög fjölbreytileg en taka þó ávallt mið af veruleika (vestrænna) barna. Þetta sést til að mynda þar sem skólalóðin er færð í myndrænan búning og krókódíll, tígrisdýr, fíll, köttur, mús og svín sitja pen við borð inni í kennslustofu.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.