Börn og menning - 2017, Qupperneq 35

Börn og menning - 2017, Qupperneq 35
Villti tryllti Villi Stefán Pálsson Leikhús Vísindi og leikararaunir á fjölum Borgarleikhúss Vísindasýning Villa Höfundar: Vala Kristín Eiríksdóttir, Vignir Rafn Valþórsson og Vilhelm Anton Jónsson Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Borgarleikhúsið Árið 1986 sló ódýr áströlsk grín- mynd með líttþekktum leikurum óvænt í gegn og rakaði inn fé fyrir framleiðendur og dreifingaraðila. Myndin hét Krókódíla­ Dundee og fjallaði um sérvitran veiðimann sem bregður sér til stórborgarinnar. Óðar hófu kvikmyndafyrirtækin leit að næsta Krókódíla- Dundee, sem mala myndi gull. Fljótlega bárust böndin að ungum leikara og kvikmyndagerðarmanni, Yahoo Serious. Yahoo samdi, framleiddi, leikstýrði og lék aðal- hlutverkið í myndinni um unga Einstein (e. Young Einstein) sem frumsýnd var árið 1988. Hún segir frá vísindamanninum og þúsundþjalasmiðnum Albert Einstein, sem gerður er að syni eplabónda í Tasmaníu um aldamótin 1900. Ungi Einstein glímir við að kljúfa bjóratómið til að skapa hinar fullkomnu loftbólur í bjór, hann finnur upp rokktónlist, brimbrettaíþróttina og heldur til Sydney, þar sem hann og Marie Curie verða kærustupar og Einstein bjargar veröldinni frá kjarnorkusprengingu undir vök- ulum augum Charles Darwin. Myndin féll vel að skopskyni Ástrala og setti aðsóknarmet þar í landi. Viðtökurnar urðu blendnari annars staðar, þrátt fyrir miklar auglýsingaherferð- ir. Ungi Einstein er um margt ágæt mynd. Þótt sögulegum at- burðum sé öllum snúið á haus, er hún full af skírskotunum til vísindasögunnar og ber vott um brennandi ástríðu. Sagan segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað þegar höfundurinn var á ferðalagi í Suður- Ameríku og rakst á heimamann í miðjum frumskóginum íklæddan stuttermabol með frægri mynd af Einstein að reka út úr sér tunguna. Sprellmyndin af Einstein er einmitt meðal fjölmargra ljósmynda sem varpað er upp á tjald í Vísindasýningu Villa í Borgarleikhúsinu. Þræðirnir á milli reynast fleiri og óneitanlega er freistandi að velta því fyrir sér hvort Vilhelm Anton Jónsson hafi skellt sér í bíó, ellefu ára gamall, til að sjá toppgrínmyndina Ungi Einstein? Alþjóðlegar fyrirmyndir Báðir skarta þeir Villi og Yahoo tryllingslegri hárgreiðslu sem fylgt hefur staðalmyndinni af „óða vísindamannin- um“ allt frá illa snillingnum Rotwang í kvikmyndinni Metropolis frá 1927. Á auglýsingaplakati Unga Einsteins

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.