Börn og menning - 2017, Page 37

Börn og menning - 2017, Page 37
 37Villti tryllti Villi degi mikilla vinsælda og fjölskyldur og skólahópar flykktust að til að gefa krökkum færi á að upplifa undur eðlis- og efnafræði með beinum hætti. Ótal sambæri- legar stofnanir hafa sprottið upp víða um lönd og má þar nefna Experimentarium í Hellerup fyrir utan Kaup- mannahöfn. Af smærri og vanburðugum íslenskum til- raunum í þessa átt mætti nefna Vísindatjaldið í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, Rafheima sem Orkuveita Reykjavíkur starfrækti um skeið og Vísindasmiðjuna og Þekkingarlestina sem hvort tveggja hefur verið rekið á vegum Háskóla Íslands. Löng hefð er fyrir því í vísindamiðstöðvum fyrir börn að tvinna saman listir og náttúruvísindi. Má rekja þetta allt aftur til Oppenheimers og Exploratorium, þar sem kunnir myndlistar- og tónlistarmenn voru fengnir til að vinna verk sem kölluðust á við vísindin sem verið var að miðla. Minnir sumt af þeim verkum nokkuð á Biophiliu Bjarkar Guðmundsdóttur, enda hugmynda- fræðin sú sama: að sköpun í raunvísindum og listum eigi sér sömu uppsprettu. Úr ólíkum áttum Það fer því ágætlega á því að Vísinda-Villi freisti þess að flétta saman leiklist og vísindatilraunir í sýningu sinni í Borgarleikhúsinu. Fléttan er einföld. Villi undirbýr vísindasýningu á sviðinu þegar forvitin leikkona (Vala Kristín Eiríksdóttir) sem er að æfa einleik í öðrum hluta hússins gengur á hljóðið. Þau skilja í fyrstu lítið hvort í uppátækjum hins, þar sem Völu finnst tilraun- irnar flóknar en spennandi og Villi botnar lítið í tali hennar um „mónólóga“, „fjórðu veggi“ og sífelldar vís- anir í kunn atriði leikbókmennta og kvikmynda. Eftir skammvinnt ósætti verður þeim þó vel til vina og tekst að hjálpa hvort öðru við leiksigra jafnt sem tilraunir. Eins og sést af lýsingunni er fléttan ekki sérlega flók- in, líkt og bent hefur verið á í flestum leikdómum um sýninguna. Það eru líka takmörk fyrir því hve flókinn söguþráð má spinna í klukkutíma sýningu og samt gefa sér nægan tíma til að framkvæma nógu margar tilraunir eða vísindabrellur. Og sannast sagna hefði mátt vera meira kjöt á beinunum þegar kom að síðastnefnda atriðinu. Villi og Vala bregða á leik með kröftugri ryksugu og framkalla nokkrar einfaldar tilraunir sem gestir vísindamiðstöðva víða um lönd kannast mætavel við. Loftþrýstings- og blásturstilraunir sem þessar eru skemmtilegar á að horfa, en henta þó enn betur á safni þar sem gestirnir fá sjálfir að spreyta sig. Sýning á leiksviði kallar á sjónrænar tilraunir og helst nokkuð dramatískar með hljóði, ljósi, reyk og litum. Skemmtileg þurrístilraun vakti andköf krakkanna í salnum, sem almennt virtust halda ágætlega athygli nema helst í óþarflega löngu söngatriði sem einkum virtist eiga að höfða til fullorðins fólks með brennandi áhuga á kraftballöðum. Lokasprengjan var svo æsileg efnafræðitilraun með dramatískum efnahvörfum og vellandi efni í torkenni- legum litum. Sjónrænu áhrifin voru frábær, en fræðslu- gildið líklega takmarkað, enda litlum tíma varið í að útskýra hvað væri á seyði. Sjö og ellefu ára fylgdarfólk undirritaðs lét vel af sýn- ingunni og lokaatriðinu sérstaklega. Söngleikjavísanir fóru ofan garðs og neðan og hliðarsaga um vinslit og sættir aðalpersónanna vöktu takmarkaðan áhuga. Ein æsileg tilraun í viðbót hefði fallið í kramið, enda er fátt skemmtilegra – nema þá helst að spila á rafmagnsgítar. Höfundur er sagnfræðingur og tveggja barna faðir.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.