Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 38
36 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
vandamálið er víðtækara en svo því kaupendur greiðslumarksins lentir í gildru. Þeir
eru háðir því að kerfinu sé viðhaldið því fjárfestingakostnaður þeirra vegna
kvótakaupa hefur hækkað framleiðslukostnað þeirra til frambúðar. Þeir geta ekki
keppt við fyrirtæki sem ekki bera þennan kostnað. Þeir eru því mótfallnir breytingum
á kerfinu þó svo þeir tapi á því. Þeir einu sem hagnast er fyrsta kynslóð kvótaeigenda,
þeir sem stunduðu í framleiðslu þegar kerfinu með opinberri verðlagningu og
framseljanlegum kvóta var komið á.
Hagfræðingar hafa bent á þessa hættu samfara framseljanlegum réttindum í rúma fjóra
áratugi. Hagnaður af slíkum réttindum hefur tilhneigingu til að falla fyrstu kynslóð
rétthafa í skaut. Síðari eigendur réttindanna hagnast yfirleitt ekki meira á þeim en
eðlilegt er, þ.e. jafn mikið og búast má við þegar tekið heíur verið tillit til áhættunnar
sem eigninni fylgir. Verð réttindanna lýsir að fullu virði þeirra. Afleiðingin er að afar
erfitt er fyrir stjómvöld að breyta innihaldi réttindanna eftirá þannig að virði þeirra
rými eða afnema þau, því síðari eigendur sem greiddu fúllt verð fyrir þau, upplifa það
sem eignasviptingu. Hagnaður fyrstu kynslóðar eigenda slíkra réttinda hefur því verið
nefndur breytingagróði (transition gain) og stofnun slíkra réttinda breytingagróða
gildm (transition gains trap) vegna þess hve erfitt er að leggja réttindin niður eftir að
þau hafa skipt um hendur (Tullock 1975).
Umfang viðskipta með greiðslumark og kostnaður því samfara
Tafla 1 sýnir umfang viðskipta með greiðslumark frá því framsal var gefið frjálst.
Tafla 1. Umfang viðskipta með greiðslumark frá september 1993 til ágúst 2007.
Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk í þúsundum lítra Heildar- Hlutfall af
Verðlagsár Magn greiðslumark heild
1993-1994 2.461 100.000 2,5%
1994-1995 1.972 101.000 2,0%
1995-1996 3.448 101.000 3,4%
1996-1997 2.907 102.000 2,9%
1997-1998 3.625 102.000 3,6%
1998-1999 3.416 103.000 3,3%
1999-2000 5.864 102.000 5,7%
2000-2001 5.576 103.000 5,4%
2001-2002 5.320 104.000 5,1%
2002-2003 4.595 106.000 4,3%
2003-2004 3.586 105.000 3,4%
2004-2005 5.320 106.000 5,0%
2005-2006 5.117 111.000 4,6%
2006-2007 4.715 116.000 4,1%
Eins og sjá fóm viðskipti með greiðslumark hægt af stað en einungis um 2 milljónir
lítra skiptu um hendur fyrstu árin. Það er í raun ekki fyrr en á verðlagsárinu
1999/2000 sem markaðurinn fer veralega að glæðast og nemur nú um 5 milljónum
lítra á ári. Miklar sveiflur hafa verið milli ára í umfangi viðskipta með greiðslumark.
Hafa aðstæður á mjólkurmarkaði ráðið þar miklu um, s.s. horfur um greiðslur fyrir
umframmjólk og framleiðsluaukningu til skemmri tíma litið. Verð á greiðslumarki
hefúr einnig sveiflast umtalsvert. Mynd 2 sýnir verð á greiðslumarki á verðlagi 2007.