Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 61
MÁLSTOFA B - LANDBÚNAÐUR, UMHVERFI OG HEILSA | 59
Lýðheilsa og mold
Olafur Amalds og Rannveig Guichamaud
Landbimaðarháskóla Islands
Inngangur
„Af moldu ertu kominn, að moldu skaltu aftur verða“. Maðurinn hreykir sér hátt í
sköpunarverkinu en er þó strangt til tekið aðeins hluti hringrásar næringarefna á
yfirborði jarðar. Orka sólar er drifafl hringrásar lífsins, sem nýtir vatn annars vegar en
hins vegar næringarefni sem einkum losna við jarðvegsmyndun sér til viðurværis.
Niðurbrot lífrænna leifa er flókið ferli sem unnið er af fjölbreyttum hópi lífvera, svo
sem skordýmm og síðan sífellt smærri og sérhæfðari lífverum á borð við þráðorma,
geislasveppi og bakteríur. Það er vert að hafa í huga að lífríki moldarinnar er mun
fjölbreyttari en lífríkið ofan jarðar; fleiri tegundir lífvera fínnast í jarðvegi en á yfir-
borðinu.
Moldin hefiir hæfileika til að safna þeim næringarefnum sem losna úr rotnandi
lífverum og miðla þeim síðan á ný til plantna. Plöntur frumvinna orku úr sólinni sem
síðan er m.a geymd í moldinni í formi lífrænna efna. Moldin geymir einnig vatn sem
fellur á jörðina og vætir jarðagróður. Moldin er jafnframt eins konar sía á hvers kyns
óæskileg efni, hreinsunartæki sem kemur í veg fyrir mengun í grannvatni. Mengað
drykkjarvatn getur valdið sjúkdómum í mönnum og dýram, svo sem krabbameini,
öndunarfæra- og húðsjúkdómum. Mengaður jarðvegur getur aftur á móti valdið því að
plöntur taki upp skaðleg efni sem berast síðan áfram í lífkeðjuna þegar þeirra er neytt
af öðrum lífverum.
Eiginleikar moldar sem auðlindar hefur afgerandi áhrif á afkomu manna, bæði á
fæðuframboð, en ekki síður gæði þeirra afurða sem jörðin gefur af sér. Stór hluti
klæða mannkyns á ennfremur uppruna í ræktun moldar, sem og byggingarefni. Með
skynsamlegri nýtingu frjórrar moldar má rækta mikið magn heilnæmrar fæðu. En
moldin er eigi að síður viðkvæm auðlind. Ofnýting veldur jarðvegseyðingu og
myndun auðna, sem er ein helsta váin sem steðjar að mannkyninu. Röng nýting
stuðlar ennfremur að tapi á mikilvægum eiginleikum jarðvegs, sem m.a. getur valdið
skertri vatnsmiðlun, þurrki og flóðum, sem og skorti á ýmsum efnum sem hafa áhrif á
heilsu manna. Jarðefhaffæðileg samsetning bergefna hefur þar einnig áhrif og má
rekja ýmsa sjúkdóma til ofgnóttar eða skorts á snefílefnum, t.d. arseneitrun og
selenskort, sem geta valdið sjúkdómum í dýram og mönnum. Mengun jarðvegs er
einnig vaxandi vandamál um heim allan og má meðal annars nefna þungmálma- og
olíumengun frá iðnaði, geislun vegna kjamorkutilrauna og slysa. Ennfremur má nefna
uppsöfnun skordýraeiturs í vistkerfum og útskolun tilbúins áburðar vegna landbúnaðar
sem hefúr valdið mikilli mengun á grannvatni, vatnasviðum og í innhöfum heimsins.
Þá er tap á ræktarlandi og mikilvægum vistkerfum undir byggingar og samgöngu-
mannvirki stigvaxandi vandamál þjóða vegna örrar fólksfjölgunar.
Með öðram orðum: velferð moldar er nauðsynleg undirstaða velferðar mannsins, en
hvora tveggja saga hans sem og atburðir nútíðar geyma mýmörg dæmi um
hörmulegar afleiðingar þess að skaða næringarhringrásina og frjósemi moldar. I
þessari grein er tæpt á mörgum þeirra atriða sem hér vora nefhd og tengja saman
lýðheilsu og mold.