Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 64
62 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
jónrýmdareiginleika. Þjöppun jarðvegs er vandamál í ræktunarjarðvegi víða um lönd.
Þá gengur á jarðvegsauðlinda þegar sífellt stærri svæði eru tekin undir byggingar og
samgöngumannvirki. Landhnignun er talin meðal erfiðustu umhverfisvandamála
samtímans á jörðinni.
Mengun. Mengun jarðvegs er sífellt stærra vandamál víða um heim. Orsakimar em
afar fjölbreyttar, t.d. námagröftur, iðnaður og útskolun á áburðarefnum í landbúnaði.
Starfsemi tengd olíueldsneyti og hemaðammsvif er afar mengandi eins og þekkt er á
Islandi. Sorpbrennsla getur ennfremur verið afar mengandi. Einnig má nefna að
tilraunir með vetnissprengjur ollu stórfelldri geislamengun á norðurhveli jarðar á
sjöunda ártug síðustu aldar. Efnaiðnaður hefur víða losað mörg skaðleg efhi út í
umhverfíð og valdið miklu tjóni á vatnsgæðum, vistkerfum og heilsu manna.
Mengunarefnum er skipt í tvo meginflokka: ólífræn og lífræn mengunarefni. Mengun
getur einnig verið af náttúralegum orsökum, t.d. vegna jarðefnafræði svæða (úran,
radon, arsen, asbest o.fl.), eldvirkni, o.fl., oft í samspili við ranga landnýtingu. Má þar
nefna Bangladesh en þar er talið að mörg þúsund manns deyi árlega og a.m.k. 85
milljónir manna þjáist af sjúkdómum tengdum arseninntöku sem berst í gegnum fæðu
og drykk (Hossain, 2006).
Súrt regn er umhverfisvandamál í mörgum iðnvæddum ríkjum og hefur valdið
víðtækum skaða á jarðvegi, m.a. með aukinni útskolun næringarefna og vaxandi styrk
eitraðra katjóna á borð við Al3+ í jarðvegslausn. Mikið magn Al3+ í jarðvegslausn
getur hamlað bæði vexti plantna og virkni jarðvegsörvera. Súrt regn veldur einnig
minnkandi jónrýmd jarðvegs og þar með útskolun þungmálma úr jarðvegi í
grannvatn, en of hár styrkur Al3+ getur valdið sjúkdómum í bæði mönnum og dýram.
Næringarefnarvmun er afar alvarlegt vandamál víða um heim. Hún er hvað mest í
þróunarlöndunum, þar sem hún hefur verið metin að meðaltali í tugum % á hverjum 5
áram fyrir meginefnin N, P, og K (Lavelle o.fl., 2005). Það er einmitt mikilvægur
munur á milli hitabeltisins og norðurslóða að losun næringarefna, þar á meðal
snefilefna, er margfalt hægari í hitabeltinu en í yngri jarðvegi norðurslóða. Því hefur
næringarrýmun alvarlegri afleiðingar í hitabeltinu en í Evrópu og Norður-Ameríku, og
veldur m.a. skorti á snefilefnum.
Minnkuð virkni lífVera. Moldin er fyrst og fremst lífræn auðlind og lífverar í jarðveg-
inum drífa efnaferli næringarhringrásarinnar. Því hafa margir, t.d. Swift (1994), bent
á að unnt væri að nýta lífverur og lífræn efni til að meta sjálbæmi nýtingar jarðvegs.
Lbhí hefur nýverið komið upp búnaði til að mæla örveravirkni jarðvegs, auk aðstöðu
og tækja til mælinga á lífrænum efnum. Vaxandi áhersla er nú lögð á að mæla gæði
jarðvegs (soil quality) með mörgum mismunandi aðferðum, þar sem lífkerfið gegnir
lykilhlutverki (sjá t.d. Doran og Parkin, 1996).
Jarðvegur og lýðheilsa.
Jarðvegsmengun og lyðheilsa
Jarðvegur telst vera mengaður þegar hann inniheldur óeðlilega hátt hlutfall ffumefna
eða efnasambanda sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna og dýra. Skaðleg efni
geta verið bæði ólífræn (þungmálmar) og lífræn (skordýraeitur, olíuafurðir og
klórberandi efni).
Þungmálmar eiga uppruna sinn að rekja til jarðskorpunnar. Bæði menn og dýr
innbyrða lítið magn þungmálma með mat og drykk; flestir málmar era nauðsynleg