Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 65
MÁLSTOFA B - LANDBÚNAÐUR, UMHVERFI OG HEILSA | 63
næringarefni fyrir allar lífverur, en í afar litlu magni. Ef styrkur þeirra verður hins
vegar of hár tekur að gæta eituráhrifa. Þungmálmar eru taldir sérstaklega hættulegir
þar sem þeir safnast upp í lífkeðjunni því styrkur þeirra eykst með tíma ef borið er
saman við uppsöfnun þeirra annars staðar í vistkerfinu. Einnig safnast þungmálmar
upp í lífverum mun hraðar en þau eru brotin niður eða losuð. Of háan styrk þessara
málma má rekja til iðnaðar en einnig til landbúnaðar og svifryks. Skaðlegustu
þungmálmamir em taldir vera As, Pb, Cd, Cu, Cr, Se og Hg. Algengir sjúkdómar af
völdum þungmálma valda skaða á taugakerfi (Pb, Se og Cr), öndunarfærum (Cd), lifur
og nýmm (Cu og Cr), heila (Hg) og æðakerfi manna og dýra (Se). Þungmálmar
berast í menn og dýr t.d. þegar styrkur þeirra er of hár miðað við bindigetu jarðvegs,
ekki síst þar sem jörðin er ófrjó (lítil jónrýmd) og þá aukast líkur á mengun
neysluvatns. Þungmálmar frá iðnaði geta einnig borist í neysluvatn með straumvatni.
Skordýraeitur, olíuafurðir og klórberandi efni era svokölluð lífræn mengunarefni.
Lífræn mengunarefni hafa oft verið nefnd þrávirk enda talin einkar skaðsöm þar sem
þau brotna afar hægt niður en safnast upp í fituvefjum lífvera og magnast eftir því sem
þau færast ofar í lífkeðjuna. Erfítt er að brjóta niður þrávirk lífræn efni þar mörg
þeirra era hluti af löngum lífrænum keðjum eða stóram sameindum sem erfitt er að
sundra. Afdrif lífrænna mengunarefna era afar margvísleg (Martin, 1999):
(1) Lausbundin þrávirk lífræn efni með lágan mólmassa geta losnað úr jarðvegi sem
loftegundir.
(2) Ef þrávirka efnið er vatnsleysanlegt getur það skolast úr jarðvegi í grannvatn og
neysluvatn.
(3) Þrávirkt lífrænt efni getur bundist á yfirborð jarðvegsagna (leir og lífræn efni). Þá
getur liðið langur tími áður en það losnar aftur út í umhverfið og valdið skaða.
(4) Þrávirk efiii geta bundist límassa jarðvegs til frambúðar.
(5) Niðurbrot örvera getur umbreytt mengandi efnum í skaðlaus efnasambönd.
(6) Lífræn efni geta einnig brotnað niður og orðið skaðlaus vegna jarðefnafræðilegra
þátta og má þar á meðal nefna vötnun (hydrolysis) og oxun.
Þrávirk lífræn efni berast fyrst og fremst í menn með fituríkri fæðu á borð við fisk,
kjöt og mjólkurvöram (Martin, 1999). Dæmi um heilsutjón af lífrænum mengunar-
efnum era krabbamein, athyglisbrestur, sykursýki, fósturskaði og stytting
meðgöngutíma svo eitthvað sé nefnt.
Eftirlit með heilsu iarðvegs
Oft hefur reynst erfitt að ákvarða hvaða þætti ætti helst að kanna eða mæla til að
fylgjast með heilbrigði jarðvegs. Margar slíkar vinnureglur hafa verið settar fram, og
hafa þær einkum beinst að ræktarlandi og frjósemi hans (Killham og Staddon, 2002).
Vaxandi áhersla er nú á jarðvegsmengun vegna iðnaðar og mengun í giennd við
íbúasvæði sem gæti valdið heilsutjóni (Stokes o.fl., 2005). Sem dæmi má nefna
lausbundin þrávirk lífræn efni sem losna úr jarðvegi sem lofttegundir á
útivistarsvæðum í þéttbýli. Náðst hefur að samræma slíkar vinnureglur innan
jarðvegsfræðinnar (sjá t.d. Doran og Parkin, 1996; Killham og Staddon, 2002; Stokes
o.fl., 2005), þannig að þær þjóni ýmist eftirliti á heilbrigði ræktarlands, jarðvegi
ósnortinna svæða sem og menguðum jarðvegi þéttbýlis og iðnaðarsvæða (Scholter
o.fl., 2003; Killham og Staddon, 2002). Helstu aðferðir við mælingar á jarðvegs-
þáttum sem eiga að gefa vísbendingu um heilbrigði moldar styðjast við svokallaða
jarðvegslífmæla „soil bio-indicators“. Jarðvegslífmælir er skilgreindur sem lífvera,