Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 67
MÁLSTOFA B - LANDBÚNAÐUR, UMHVERFI OG HEILSA | 65
á ári) er t.d. eytt við hreinsun mengaðra svæða í Bandaríkjunum og Evrópu (>1300
„Super Fund Sites“ í USA, nokkirir milljarðar dala á ári, sjá t.d. Congressional
Budget Office, 1994).
íslensk mold og heilbrigði
Islensk mold er að stærstum hluta eldfjallajörð (Andosol), sem einnig hefur verið
nefnd sortujörð á íslensku (Olafur Amalds, 2004a). Slíkur jarðvegur er einkennisjörð
eldfjallasvæða og hefur afar sérstæða jarðvegseiginleika (Ólafur Amalds, 2008).
Eldfjallajörðin er almennt frjósöm mold og veðrunarhraði er það mikill að sjaldan
gætir næringarefnarýmunar. Jónrýmd er alla jafna mikil sem minnkar hættu á
næringarefnaskorti. Ör veðmnarhraði og mikil jónrýmd valda því að jarðvegurinn
verður ekki fyrir miklum áhrifum súrs regns nema til lengri tíma litið (Guichamaud og
Paton, 2006; Bergur Sigfusson, 2004). Islenskri eldjjallajörð er skipt upp í nokkra
flokka, m.a. jarðveg auðna (glerjörð, Vitrisol), jarðveg þurrlendis (brúnjörð), votlendi
nálægt eða á gosbeltum (votjörð, Gleyic Andosol), svartjörð (Histic Andosol) sem er
fremur lífrænn votlendisjarðvegur, og mójörð (Histisol), þ.e. mómýrar fjarri
gosbeltum (sjá t.d. Ólaf Amalds, 2004b). Lífræn efni í jarðveginum tengjast gjaman
ál (og jámi) og mynda stöðug “málm- húmus knippi” eða fjölliður. Leirefni og lífræn
efni í eldfjal lajörð hafa mikla jónrýmd, en sum efni bindast sérstaklega fast við
moldina. Af þessum sökum og fleimm er yfirleitt mikið af lífrænum efnum í íslenskri
mold þar sem gróður er á yfirborði, en á þann forða getur gengið með ofbeit eða
ofhýtingu ræktarlands. Hreyfanleiki mengandi málma og ýmissa efna hefur lítið verið
skoðaður í íslenskum jarðvegi en almennt má búast við að hreyfanleiki málma sé lítill
en meiri í votlendis- en þurrlendisjarðvegi vegna lægra pH gildis og afoxunar. Athygli
vekur að hár styrkur Fe mælist í mörgum sýnum af heyi úr íslenskum jarðvegi
(Torkell Jóhannesson o.fl., 2007) sem bendir til að afoxunarferli og basísk
efnasamsetning bergs hafi mikil áhrif á efnajafnvægi jarðvegsins.
Undanfarin ár hefur færst í vöxt á Islandi að breyta iðnaðarsvæðum og öðrum
athafnasvæðum í íbúabyggð. Við slík umskipti er nauðsynlegt að meta mengun í
jarðvegi. Slík tilfelli hafa komið upp hér á landi og má t.d. nefna þungmálma og
olíumenguð svæði við Mýrargötu í Reykjavík og í Suðurbæ í Hafnarfirði. Islenskar
rannsóknir á þessu sviði eru fremur takmarkaðar. Að lokum getur jarðvegur verið
mengaður af ýmsum sjúkdómsvöldum eins og miltisbrandi en hann getur lifað í
jarðvegi áratugum saman (Peppers og Gentry, 2002) og hafa nokkur slík tilfelli komið
upp hér á landi.
Fosfór er meðal þeirra efna sem eru mjög fastbundin í jarðvegi eldljallasvæða og því
er yfirleitt mikill fosfór í áburði á eldfjallsvæðum við ræktun. Vegna hárrar jónrýmdar
er þess ekki að vænta að önnur meginefni í flokki katjóna (Ca, Mg, K, Mn) skorti í
jarðveginn, nema nauðsynlegt er að bera á K í ræktun. Að vísu verður svartjörð og
mójörð allsúr sums staðar á landinu, sem kann að orsaka ýmis efnavandamál, en þau
eru lítið rannsökuð hérlendis.
Umræða um nokkur snefilefhi, Islenskt berg (basalt) er ríkara af mörgum
næringarefnum en algengar bergtegundir meginlandanna, en það er þó ekki einhlýtt.
Það er mikilvægt að hafa í huga að gjóskan sem er uppstaðan í móðurberginu veðrast
mun hraðar en annað berg og losnar þá um snefilefni sem m.a. bindast
jónrýmdarstöðum. Guðni Þorvaldsson og Þorsteinn Guðmundsson (2006) ályktuðu í
umfjöllun sinni að yfirleitt skorti ekki snefilefni í grasrækt Islandi, en að fylgjast yrði