Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 68
66 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
þó með mangan og kopar og einnig mólybden við vissar aðstæður. Nokkuð hefiir
verið ritað um snefilefni í heyi og búfé á íslandi, t.d. Torkell Jóhannesson o.fl., 2004a,
2004b, 2005, 2007), Grétar Hrafn Harðarson o.fl. (2006), Guðni Þorvaldsson og
Þorsteinn Guðmundsson (2006).
Kopar (Cu) og Sink (Zn). Kopar er oft tengdur lífrænum komplexum í jarðvegi, sem
einmitt er mikið af í íslenskri mold (Mengel, 2008). Þannig er koparskortur oft í
barrskógajörð í nágrannalöndunum, en hún er rík af húmus efnum eins og algeng eru
hér. Bjami Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson (1980) mældu snefilefni í grasi
og geta um almennt lág gildi fyrir kopar. Grétar Hrafn Harðarson o.fl. (2006) geta um
lág gildi kopars í heysýnum og einnig sinks. K.Vala Ragnarsdóttir og Hawkins
(2006) hafa sýnt fram á að Cu gildi í íslenskum jarðvegi getur verið afar lágt og
hlutfall Mn/Cu afar óhagstætt með tilliti til heilbrigðis. Hátt Mn gildi má eflaust skýra
bæði með basískri efnafræði bergefnanna og afoxunar í votlendum og vegna frosts í
jarðvegi (sjá hér aftar um ffost og þýðu).
Skortur á sinki er yfirleitt rakin til jarðvegs með hátt sýrustig (kalkjarðvegs), en lífræn
knippi geta einnig bundið sinkið, en af þeim er ofgnótt í mörgum íslenskum
jarðvegsgerðum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á bindingu sinks í jarðvegi
hérlendis sem sýna sterka bindingu þess en það ásogast sennilega á yfirborð
jámhýdroxíða (Gunnar Sigurðsson o.fl., 2007). Arsen virðist hegða sér með
svipuðum hætti (Bergur Sigfusson, óbirt gögn). Hér er einnig rétt að geta rannsókna
Torkells Jóhannessonar o.fl. (2005) og K. Völu Ragnarsdóttur og Hawkins (2006) á
kopar og mangan í tengslum við riðu á Islandi, þar sem leiddar em líkur að því að
hlutfall þessara efna í fóðri og jarðvegi kann að hafa áhrif á framgang riðunnar.
Molybden (Mo). Molybden er einkum í lausn sem MoIv. Þessi jón binst fast við A1
og Fe oxíð og hýdroxíð. Leirefni í íslenskum jarðvegi, allófan og ferrihýdrít, hafa
svipuð einkenni og klassískari ál- og jámsteindir og því er ekki ólíklegt að Mo sé að
fmna í fremur lágum styrk í íslenskum gróðri, en þó einkum þar sem sýmstig er lágt
(t.d. á Vestfjörðum). Styrkur Mo virðist afar breytilegur í íslensku heyi (Torkell
Jóhannesson o.fl., 2005, 2007) og getur verið of lágur með tilliti til heilsufars dýra.
Selen (Se). Mikið hefur verið ritað um hugsanlegan þátt selenskorts í krankleika
íslenskra húsdýra (sjá Grétar Hrafn Haraldsson o.fl., 2006). Samkvæmt mælingum er
selenstyrkur í heysýnum lágur og gæti valdið selenskorti (sjá t.d. Torkell Jóhannsson
o.fl., 2005; Grétar Hrafn Haraldsson o.fl., 2006). Fróðlegt væri að tengja þessar
mælingar betur við jarðvegseiginleika, en aðrir þættir svo sem vaxtartími, vaxtarhraði
o.fl. kann að hafa áhrif hérlendis (Baldur Símonarson o.fl., 1984).
Ahrif frosts og þýðu. Frost og þýða hafa mikil áhrif á samsetningu örvemflóm og
ensímvirkni á Islandi. Margt bendir til þess að örveruflóra jarðvegs hafi aðlagast
tíðum frost og þýðuferlum og að hún bregst fljótt við hitastigsbreytingum að vetri til.
Einnig virðast frost og þýðuferli ekki hafa áhrif á stærð jarðvegslífmassa. Umtalsverð
öndun og virkni ensíma hefur mælst niður í allt að -10°C í íslenskum jarðvegi.
(Rannveig Guichamaud, óbirt gögn). Losun ýmissa næringarefna, svo sem jáms og
sinks er mjög háð örveruvirkni (sjá Mengel, 2008). Þá veldur frostið vatnmettun
jarðvegs í langan tíma sem getur lækkað súrefnisþrýsting tímabundið og þar með
oxunarspennu. Líklegt er að þetta ferli hafi vemleg áhrif á framboð Fe og Mn í
jarðvegi, sem er verðugt rannsóknaefni, en styrkur þessa efna er jafnframt meiri í
votlendisj arðvegi.