Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 74
72 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Health, 2005), og matvælaframleiðendur hafa að einhverju leyti breytt framleiðslunni
til að koma til móts við kröfu almennings um heilnæm matvæli. Næringarfræðin
verður því seint sökuð um áhrifaleysi eða Þymirósusvefn, tjarri raunverulegum
vandamálum samtímans.
Breyttir tímar
En tímamir breytast og á síðustu ámm hefur hópur vísindamanna innan greinarinnar
vakið máls á breyttri stöðu (Cannon & Leitzmann, 2005, Beauman o. fl., 2005). Að
margra mati hefur næringarfræðin, með smættarhyggju lífvísindanna að leiðarljósi,
smám saman færst frá því að takast á við brýnustu viðfangsefni samtímans á sviði
næringar, í átt að líftæknilegum lausnum sem gera má ráð fyrir að helst geti nýst
forréttindastéttum í velmegunarsamfélögum. Þar má nefna rannsóknir, sem vitaskuld
em spennandi og áhugaverðar, svo sem erfðanæringarfæði, þar sem tengsl erfðaþátta
við næringarþörf einstaklinga em rannsökuð, gerð markfæðis fyrir valda hópa fólks,
og leit að lífvirkum efnum í fæðunni sem á einn eða annan hátt geta bætt heilsu. Á
sama tíma era sum brýnustu viðfangsefni og ógnanir samtímans einmitt á sviði
næringar og matvæla. Þar má nefiia næringar- og fæðuskort víða um heim, og svo
offitu og ofeldi.
Offita ógnar heilsu og sligar heilbrigðiskerfi um viða veröld, ekki aðeins meðal
velmegunarþjóða heldur einnig í fátækum ríkjum, sem þurfa að kljást á báða bóga við
offitusjúkdóma og næringarskort meðal þegnanna. Næringarskortinn má oftar en ekki
rekja til átaka á stríðshrjáðum svæðum og/eða til umhverfisspjalla, jarðvegseyðingar,
uppblásturs og þurrka, meðan offitan er fyrst og fremst afleiðing samfélagslegrar
þróunar og neysluhvetjandi markaðshyggju um allan heim (Ásgeirsdóttir 2007). í
skýrslu Næringamefhdar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000 var greint frá ástandinu.
Þar kom m.a. fram að 790 milljónir manna í fátækum löndum væm án nægrar fæðu,
jámskortur var útbreiddur og sinkskortur hafði aukist, meðan mikið hafði áunnist í
baráttu við joð- og A-vítamínskort. Gerðu höfundar ráð fyrir að árið 2020 væri einn
milljarður bama í heiminum með skertan vöxt vegna næringarskorts (United Nations,
2000). Á sama tíma eyddu tvö stærstu matvælafyrirtæki heims 1,7 milljarði dollara á
ári hvort um sig í auglýsingar og markaðssetningu á fæði, sem oft á tíðum telst ekki
sérlega heilsusamlegt (Lang, 2005).
Hvorki á sviði offitu né fæðuskorts getur hefðbundin næringarffæði, vopnuð líftækni
og faraldsfræði eingöngu, mikið aðhafst eða lagt til málanna. Næringarfræðilegar
rannsóknir á sviði offitu beinast oftar en ekki að einstökum næringarþáttum eða
samsetningu fæðunnar, enda þótt flest bendi til þess að orsaka offitufaraldursins sé
fyrst og fremst að leita í neysluhvetjandi og orkusparandi umhverfi nútímamannsins.
Eins getur næringarfræðin lítið lagt til málanna við að uppræta rætur næringar- og
fæðuskorts, eftir að þörfin fyrir einstök næringarefni hefur að miklu leyti verið
skilgreind. Þar kemur helst til kasta félagsvísinda, stjómsýslu-, lýðheilsu- og
umhverfisfræða og samþættum aðgerðum á þeim sviðum. Með öll þessi atriði í huga
hefur hópur virtra fræðimanna á sviði næringar tekið saman höndum og hvatt til víðari
sýnar og mun sterkari tengsla næringarfræðinnar við umhverfisffæði og félagsfræði en
nú er (Cannon & Leitzmann, 2005, Beuman o.fl 2005).