Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 75
MÁLSTOFA B - LANDBÚNAÐUR, UMHVERFI OG HEILSA | 73
Ráðleggingar um mataræði
Vegur næringarfræðinnar er umtalsverður í dag. Umfjöllun um næringu og hollustu
fyllir síður dagblaðanna og stjómvöld styðjast við ráðleggingar næringarffæðinnar við
steinumótun á sviði hollustu. Greinin hefur því völd og áhrif, vandinn er hins vegar
sá, að ráðleggingamar ganga nánast eingöngu út frá lífeðlisfræðilegum þörfum fólks,
en lítið sem ekkert út frá samfélagslegum þörfúm og aðstæðum,
umhverfissjónarmiðum eða sjálfbærri nýtingu auðlinda.
Þannig em ráðleggingar um neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og komvara, hliðstæðar
víða í veröldinni, hvað sem líður aðstæðum og auðlindum á hverjum stað, enda má til
sanns vegar færa að hjörtum manna svipi í Súdan og Grímsnesinu. Hins vegar er ljóst
að það geta verið margar og ólíkar leiðir til að ná ffam heilsumarkmiðum, og það er
svigrúm til að laga þær að aðstæðum og umhverfi. Nýting matvæla úr næmmhverfinu
og innlend, sjálfbær framleiðsla á heilsusamlegum matvömm, em þannig liður í því
að samtengja umhverfis- og hollustusjónarmið.
Nefna má dæmi þar sem ráðleggingar um neyslu, án viðhlýtandi lausna í framleiðslu
matvæla og án tillits til umhverfisáhrifa, hafa þegar valdið alvarlegum
umhverfisspjöllum. Ráðleggingar þess efnis að borða fisk tvisvar í viku hafa t.d. haft
ófýrirséðar afleiðingar fyrir umhverfið. Fiskistofnar sjávar og vatna geta tæplega
staðið undir slíkri neyslu á heimsvísu og vegna aukinnar eftirspumar hefur fiskeldi
vaxið mjög víða um heim. Þar á meðal hefur umfangsmikið rækjueldi verið stundað í
Tælandi og Indonesíu, en rækjan er flutt til BNA til að fullnægja eftirspum þar í landi
eftir hollustuþáttum í sjávarfangi. Til að rýma fyrir eldiskerjunum hefúr kóralrifúm og
víðáttumiklum fenjaskógum verið ratt burtu við ströndina, svo hún er óvarin og
berskjölduð fyrir ágangi sjávar. Þegar Tsunami flóðbylgjan skall á ströndinni í
desember 2004, varð tortýmingin af hennar völdum margföld vegna
umhverfisbreytinganna (Shiva, 2005,: Cannon & Leitzmann, 2005).
Eins má nefna að ráðleggingar um neyslu ferskra ávaxta og grænmetis árið um kring,
án tillits til staðhátta, hafa stuðlað að gifúrlegum flutningi matvæla, oft um langan
veg. Matvælaflutningar eru þó ekki ævinlega slæmur kostur ef litið er á
heildarhagsmuni umhverfis, hollustu og kostnaðar, enda lönd misvel fallin til
framleiðslu á ólíkum tegundum. Hins vegar má koma í veg fyrir mikla orkusóun með
því að nýta betur innlendar vörur úr nærumhverfi og eins með breytmm flutningsmáta,
t.d. skipaflutningi í stað flugs eða bílaflutningum (Blanck & Burdic, 2005). Þá þarf
einnig að huga að pökkun vörunnar, notkun á frauðplasti, plastkössum, pokum og
öðrum umbúðum (Marsh & Bugusu, 2007).
Innlendar lífsferilsgreiningar á niatvælum
Til að meta umhverfisáhrif matvælaflutninga, t.d. heildarlosun gróðurhúsalofttegunda
við framleiðslu, vinnslu, pökkun og dreifingu einstakra vara, er ekki nóg að mæla
fjarlægðina frá framleiðanda til neytenda, heldur þarf að rekja slóð vörunnar í gegnum
allt ferlið, og meta orkunotkun við ræktun, svo sem notkun áburðar, olíu á vélar við
jarðrækt og uppskeru, fóðumýtingu, slátrun, vinnslu, pökkun og umbúðir, auk
flumingskostnaðar og jafnvel förgun úrgangs. Umhverfisfræðin býr yfir tækjum til