Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 76
74 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
slíkra athugana, bæði fyrir heildar lífsferilsgreiningar (LCA) og til rannsókna á
einstökum þáttum hennar, svo sem orkunotkun (Energy retum on investment, EROI)
(Cleveland, 2006). Orkugreiningamar geta þannig borið saman notkun
jarðefnaeldsneytis, losun gróðurhúsalofttegunda og mögulega sjálfbæmi við
framleiðslu mismunandi landbúnaðarvara hér á landi, og komið með nýja sýn á kosti
og/eða galla innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna möguleika á að greina
orkuþörf jarðefnaeldsneytis við framleiðslu lambakjöts borið saman við aðrar
kjöttegundir, ræktun tómata í íslenskum gróðurhúsum borið saman við innflutning
útiræktaðra tómata eða ræktun, vinnslu og pökkun á innlendu, niðurskomu salati borið
saman við sambærilegt innflutt salat. Lífsferilsgreiningar hafa m.a. verið gerðar
erlendis á tómötum sem em ræktaðir við mismunandi skilyrði (Anton o.fl., 2005), og
eins á ræktun og vinnslu á rúgi í Finnlandi (Nissinen o.fl., 2006).
íslenskar ráðleggingar og staðbundnar aðstæður
Hér á landi era aðstæður um margt einstæðar, bæði vegna legu lands, veðurfars og
jarðvegs, en líka vegna vistvænna orkulinda, vatnsafls og jarðhita, sem nýta má í
ræktun og framleiðslu. Það er því engan veginn sjálfgefið að erlendar rannsóknir eða
almenn ráð til umhverfisvemdar, eigi ævinlega við hér á landi. Þar má t.d. nefna
áherslu á neyslu jurtafæðis í stað dýrafæðis. Almennt má segja að framleiðsla á
jurtafæðu til manneldis gangi miklu mun minna á auðlindir og orku en
kjötframleiðsla. Nýting fóðurorku við kjötframleiðslu er aðeins um 5-20% að jafnaði,
þótt hlutfallið geti verið breytilegt, allt eftir því um hvaða skepnu og hvers kyns
fóðran er að ræða (Bywater & Baldwin 1980; Pimentel & Pimentel, 2003). Þar við
bætist að metan, sem jórturdýr losa í andrúmsloftið, hefur öflug gróðurhúsaáhrif
(Kurihara o.fl., 1999). Áhersla hefur því verið lögð á aukinn hlut jurtafæðu, t.d. bauna
í stað kjöts, sem lið í umhverfisvemd. Breyttar neysluvenjur í fjölmennum ríkjum á
borð við Kína og Indland, þar sem kjöt og mjólk verða æ stærri hluti daglegrar fæðu,
eykur enn frekar álag á umhverfi og auðlindir jarðar (Leitzmann, 2005).
En að hve miklu leyti á þessi almenna regla við hér á landi, þar sem aðstæður allar
virðast betur til þess fallnar að ala búfé en matjurtir, kom eða baunir? Er neysla
jurtafæðu á íslandi ef til vill ekki eins umhverfisvænn kostur og víðast hvar annars
staðar? Eingöngu innlendar, staðbundnar rannsóknir geta svarað þessari spumingu,
þar sem litið er á allt ferlið en ekki aðeins einstaka þætti þess.
Svipaða sögu má segja um kosti þess að rækta grænmeti í gróðurhúsum á Islandi.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að það getur verið hagstæðara fyrir umhverfið að flytja
grænmeti, ávexti eða blóm frá sólríkum og hlýjum svæðum sem nýta útiræktun, til
svæða sem þurfa að styðjast við gróðurhúsaræktun (Williams 2007). Vistvænar
orkulindir á Islandi geta breytt þessari niðurstöðu, en aftur er nauðsynlegt að greina
ferlið frá upprana vörunnar að borði neytandans.
Samleið hollustu og umhverfls
Ekkert mannanna umstang hefur meiri áhrif á umhverfið en einmitt framleiðsla,
vinnsla og dreifing matvæla. Áhugi almennings er að vakna fyrir þessum þætti, og
birtist m.a. í aukinni eftirspum eftir lífrænum vöram. Sala á lífrænni framleiðslu, sem