Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 79
MÁLSTOFA B - LANDBÚNAÐUR, UMHVERFI OG HEILSA | 77
Heilsa bænda
Kristinn Tómasson1. Gunnar Guðmundsson2, Sigurður Sigurðsson3, Lára
Sigurvinsdóttir1, Þór Tómasson4, J.A. Watt5, N. Metwali5, P.S. Thome5, J.N. Kline5
1 Vinnueftirlit ríkisins kristinn(cbver. is. 2Landspítali, 3Sjúkrahús Suðurnesja,
4 Umhverfisstofnun, 5University oflowa, Bandaríkjunum
Heilsufar íslenskra bænda hefur nokkuð verið til umræðu á undanfömum missemm og
ámm í ljósi breyttra búskaparhátta og breyttrar stöðu bænda í þjóðfélaginu. Bændur,
sem áður störfuðu yfirleitt eingöngu að búskap, hafa nú oft annað og jafnvel þriðja
starf meðfram auk þess sem makar vinna oft að öðm en búskap. Afkoma bænda er að
mörgu leyti erfiðari og tekjumöguleikar minni en áður var. Mögulega leiðir þetta til
aukinnar streitu og álags, meira en áður þekktist. Búskaparhættir hafa breyst
umtalsvert á síðastliðnum 20 ámm, sérstaklega með tilkomu rúllubagga. Notkun
rúllubagga hefur valdið því að rykmengun í landbúnaði hefur minnkað. Þar sem ryk í
umhverfi er ein helsta ástæða öndunarfæravandamála meðal bænda ættu merki þess að
sjást í lægri tíðni langvinnrar berkjubólgu, heymæði, heysóttar og astma en allir em
þessir sjúkdómar nátengdir magni ryks í umhverfi. Þess má geta að athuganir hafa
sýnt að bændur hafa reykt minna en almennt gerist en ekki er unnt að fullyrða að svo
sé enn. Hérlendis hafa verið gerðar rannsóknir á dánarmeinum (1) og krabbameinum
bænda (2). Niðurstöður þeirra rannsókna vom mjög samhljóða því sem sést hafði
erlendis þ.e. dánartíðni var marktækt lægri en hjá samanburðarhópnum sem var allir
karlar á íslandi á sama aldri á sama tíma. Dánartíðni vegna krabbameina var einnig
marktækt lægri þegar litið var til allra krabbameina. Lungnakrabbamein,
hjartasjúkdómar og öndunarfærasjúkdómar vom fátíðari dánarorsakir meðal íslenskra
bænda en annarra og það sama átti við um dauðaslys, sem hafa annars staðar víða
verið há meðal bænda. í ljósi ofangreinds var byrjað árið 2003 að vinna að rannsókn
á heilsufarbænda sem hér verður sagt frá. Það verður þó ekki látið hjá líða að þetta
fmmkvæði má rekja nokkur ár aftur í tíma til þess að Sólrún Olafsdóttir, bóndi á
Kirkjubæjarklaustri skrifaði grein í Bændablaðið 1999 um að taka þyrfti á þunglyndi
meðal bænda og versnandi andlegri heilsu þeirra. I ljósi þessa, var ákveðið að lögð
yrði sérstök áhersla á að rannsaka geðheilsu. Þar sem breyttir búskaparhættir, sérlega
m.t.t. heyvinnsluaðferða ættu að hafa áhrif á lungnaheilsu var einnig ákveðið að leggja
sérstaka rækt við þann þátt, sem og einnig við almennt heilsufar þar sem mögulegt
væri að breytingar á búskaparháttum hefðu mögulega kallað ffam aðrar breytingar á
heilsu bænda. Þá var í ljósi gagna Vinnueftirlitsins um alvarleg vinnuslys í landbúnaði
ákveðið að horfa sérlega til þeirra Hér verður á einum stað gert grein fyrir
niðurstöðum 6 verkefha í rannsókninni sem kynntar hafa verið á þingum hérlendis og
erlendis
Efniviður og aðferðir
Öllum bændum sem skráðir vom fyrir Í00 ærgildum eða meira eða ígildi þess í
mjólkurkvóta (N= 2042 , svarhlutfall 54%) var sendur ítarlegur spumingarlisti um
heilsufar, notkun á heilbrigðisþjónustu, vinnuumhverfí (QPS-Nordic) og
búskaparvenjur í mars 2004 og honum fylgt eftir með einu hvatningarbréfi, auk þess
sem auglýsing birtist í Bændablaðinu til þess að hvetja til svara. Til samanburðar var
1500 (svarhlutfall 46%) manna slembiúrtaki 25 til 70 ára sendur sambærilegur
spumingarlisti, en þar hafði spumingum um búskaparhætti verið sleppt. Bændur sem