Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 80
78 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
voru fyrst og fremst sauðfjárbændur voru 47%, aðallega kúabændur 17%, blandaðan
búskap 21% og þeir bændur sem voru með aðrar blöndur af búrekstri voru um 15%.
Niðurstöður
Almenn heilsa og einkenni (3)
Karlmenn í samanburðarhópnum voru almennt líklegri til að kvarta undan einkennum
um kinnholubólgur, hósta, augnþurrki, munnþurrki og kvíða en karlkyns bændur.
Bóndakarlar kvörtuðu hins vegar meir um hæsi, mjóbaksverki, og stífleika og verki í
liðum og vöðvum. Hvað varðar einkenni var ekki mun að fmna hjá konum. Konur í
samanburðarhópnum leituðu meir aðstoðar vegna bakverkja og karlar í
samanburðarhópi vegna kvíða og áfengisvanda. Bændur leituð meir hjálpar vegna
afleiðinga vinnuslys . Þetta getur gefið vísbendingum um að bændur leiti síður
aðstoðar vegna óþæginda frá stoðkerfí en efni standa til.
Heilsa bœnda ogjjarlægð til nœstn heilsugœslustöðvar (4)
í þessum þætti var horft á samspil fjarlægðar til næstu heilsugæslustöðvar og við
tegund búskapar, vinnuslys, 38 algenga sjúkdóma 30 algengar kvartanir og þess að
leita sér aðstoðar á síðustu 12 mánuðum. Notkun á heilbrigðisþjónustu var ekki
mismundandi eftir fjarlægð meðal þeirra sem voru með hjarta, lungna eða
geðsjúkdóma eða höfðu lent í slysum. Hins vegar voru þeir sem lifðu lengra frá
heilsugæslu líklegri til að hafa magaverki,brjóstsviða og skjálfta. Skýring á þessu
liggur ekki fyrir en einkenni sem þessi geta bent til þess að gæði drykkjarvatns sé ekki
sambærilegt, en Umhverfisstofnun hefur haft á köflum áhyggjur af gæðum
neysluvatns til sveita.
Geðheilsa (5)
Við rannsókn á geðheilbrigði var stuðst við General Health Questionnaire-12 (GHQ-
12) sem er skimtæki fyrir geðröskunum öðrum en áfengissýki en fyrir hana var notað
CAGE.
Samkvæmt GHQ-12 voru 65% bænda án nokkurra merkja um geðröskun en 53%
annarra. Samkvæmt GHQ-12 með skurðpunkt fyrir geðröskunum settan við meira en
2 þá reyndust 17,3% bænda uppfylla þetta viðmið en 22,3% annarra. Samkvæmt
CAGE miðað 3 eða fleiri jákvæð svör uppfylltu 6,1% bænda skilmerki fyrir
áfengisýki en 7,5% annarra
Á síðustu 12 mánuðum fýrir rannsóknina leituðu tæp 5% bænda og um 10% annarra
aðstoðar vegna svefnraskana, 3,4% bænda og 7% annarra vegna þunglyndis og 4%
bænda og rúm 9% annarra vegna kvíðaraskana. Aðeins 0,3% bænda en um 1%
samanburðarhóps höfðu leitað aðstoðar vegna áfengis eða fíkniraskana
Algengi geðraskana virðist þannig vera svipað meðal bænda og annarra á Islandi .
Hins vegar eru ákveðin merki um að þeir leiti síður meðferðar vegna geðraskana en
aðrir.
Lungnaheilsa (6)
Við rannsókn á lungnaheilsu bænda var notast við spumingarlista hafa verið notaðir í
Evrópukönnun á lungnaheilsu. Reykingar vom heldur fátíðari meðal bænda 13% en