Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 82
80 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
vera ákveðnar vísbendingar um að bændur sem ynnu í rykmettuðu umhverfi með
lífrænu örverueitri væru frekar með öndunarfærasjúkdóma. Þetta kallar á að bændur
geri hjá sér kerfisbundið mat á því hvemig draga megi úr ryki og örverueitri í
innöndunarlofti í vinnuumhverfi þeirra. Gera verður ráð fyrir að ef hægt er að minnka
þetta ryk muni það ekki síður hafa jákvæð áhrif á búpeninginn eins og bænduma
sjálfa og þannig leiða til hvom tveggja bætts vinnuumhverfis og betri afurða.
Vinnuslys bænda virðast vera sérstakt áhyggjuefni en gera má ráð fyrir að
umtalsverður hluti þeirra hafi á ævinni verið forfallaður í meir en hálfan mánuð vegna
vinnuslysa. I forvamastarfi hefur lengi vel verið mikil og góð áhersla á umgengni við
vélar og tæki sem er vel. Þessi rannsókn kallar á að bændur geri sérstakt átak hjá sér
varðandi slysavamir m.t.t. búpenings og þá ekki einvörðungu stórgripi heldur einnig
gagnvart sauðfé. Þessi rannsókn gefur því miður ekki upplýsingar um hvers konar
aðgerðir þetta ættu að vera en mikilvægt er í ljósi umfangs vinnuslysa af þessum
sökum er að fara út í rannsóknir á þessu sviði. I þessum pistli hefur lítið verið horft til
ágalla rannsóknarinnar, en þá ber að nefiia lága svarprósentu en einnig það að hvemig
bændur vom valdir til þátttöku í rannsókninni dró úr líkum á að konur til sveita
svömðu þar sem oftar en ekki er það karlinn á heimilinu sem skráður er fyrir búinu.
Þetta verður að hafa í huga þegar niðurstöður em metnar og síðar meir bomar saman
við aðrar rannsóknir.
Heimildir
1. Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir. Mortality among farmers in Iceland. Int J
Epidemiol 1989;18:146-151.
2. Hólmfríður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson. Cancer incidence among Icelandic farmers 1977-
1987. Scand J Soc Med 1991;19:170-173.
3. Kristinn Tómasson, Sigurdssons S, Gudmundsson G, Symptoms and Treatment Seeking among
Icelandic Farmers Compared with General Population. American Occupational Health Conference,
May 7-10, 2006 Los Angeles, CA
4. K. Tómasson, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Guðmundsson, Lára Sigurvinsdóttir, Þór Tómasson.
Farmers’ health and distance to primary health care. The 8th Nordic public Health Conference,
October, 9-11, 2005 Reykjavík.
5. Kristinn Tómasson, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Guðmundsson. Geðheilsa bænda. Læknablaðið E
125 13. tbl 90. árg. 2004. Tólfta ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla
Islands, 4 og 5 janúar 2005 Reykjavik.
6. S. Sigurðarson, K. Tómasson, G Guðmundsson, L. Sigurvinsdóttir, J Klein. Respiratory Disorders
and Agriculture: A Population Study of Icelandic Farmers. ATS Intemational Conference in San
Diego, Califomia, May 2005
7. S.T. Sigurdarson, K. Tomasson, G. Gudmundsson, L. Sigurvinsdottir, J.A. Watt, N. Metwali, P.S.
Thome, J.N. Kline. Respiratory Dysfunction and Environmental Endotoxin in Icelandic Farmers. ATS
19- 24 May, 2006 • San Diego Intemational Conference
8. Kristinn. Tómasson, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Guðmundsson, Lára Sigurvinsdóttir. Occupational
accident among Icelandic farmers. European Joumal of public health suppl. 1 2005 128. European
public Health Conference, 10-12 november 2005 Graz Austria.
Styrktaraðilar
Framleiðnisjóður bænda
Rannís
Environmental Health Sciences Center University of Iowa
Sjóður Odds Olafssonar