Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 84
82 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Græðandi garðar og heilnæmt umhverfi
Anna María Pálsdóttir
Sveriges Lantbruksuniversitet, Alnarp, Svíþjóð
Þegar litið er til baka í mannkynssögunni sjáum við að mannskepnan hefur alla tíð
litið á náttúruna og gróðurinn sem heilnæman hluta af daglegu lífi sínu. Það er fyrst
nú á 20. öldinni að markvisst er farið að skrá og skoða þetta samspil og grein innan
sálífæðinnar hefur þróast í þá átt að skýra út sambandið milli mannsins og umhverfis
hans. I umhverfissálfræðinni er gengið út ífá einstaklingnum sem einni heild, þ.e.a.s
að hugur og líkami sé ein heild og allt það sem einstaklingurinn upplifir í umhverfi
sínu hefur áhrif á vellíðan hans og heilsu.
En hvað er það sem gerist innra með fólki í návist náttúru og gróðurs?
Rannsóknir beinast í æ frekari mæli að því hvemig náttúran og sérstök fyrirbæri í
náttúmnni (steinar, vatn, gróður) hafa jákvæð áhrif á heilsu einstaklingsins og lífstíl
hans. Niðurstöður hafa sýnt ffam á jákvæða tengingu á milli útivera og betri heilsu.
Útivera og hreyfing í heilnæmu umhverfi sem er ríkt af náttúrafyrirbærum, s.s. garðar,
almenningsvæði og náttúran sjálf, hefur jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega
heilsu. í þess konar umhverfi slökum við ómeðvitað á og hvílumst andlega auk þess
sem dagsljós og hreint loft eykur betri líðan (Boldeman et. 2006, Cimprich, 1993;
Hartig, 2003; Kaplan & Kaplan, 1998; Kuller & Kuller, 1994; Ottosson & Grahn,
2005; Tabbsuh & O’Brien 2003). Fjarlægð til útivistarsvæða virðist hafa áhrif á
hvemig og hversu oft fólk nýtir staðina og hefur fundist bein tenging á milli betri
heilsu og tíðni útivistar (Björk et al. 2007; Grahn & Stigsotter, 2003). Rannsóknir hafa
einnig sýnt ffam á að þau umhverfisgæði sem era til staðar hafa áhrif á upplifun og
líðan einstaklingsins. Ekki era allir garðar eða útisvæði græðandi og heilnæm skv.
skilgreinngu umhverfissálfræðirinnar (Cooper-Marcus & Bames 1999) auk þess sem
taka verður tillit til andlegs og líkamlegs ástands einstaklingsins sem nýtir víðkomandi
svæði og þeirra náttúragæða sem þar era fyrir (Searls, 1960; Grahn, 1991; Ottoson &
Grahn 2005).
I erindinu sem flutt verður á þinginu verður kynnt upphaf og hugmyndafræðin á bak
við grœðandi garða og hvemig þróunin hefur verið yfir í svokölluð heilnœm umhverfi
og nýtingu slíkra svæða.
Heimildir
Björk, J., Albin, M., Grahn, P., Jacobsson, H., Ardö, J., Wadbro, J., Östergren, P-O., Skárbáck, E.
2007. Recreational values of the natural environment in relation to neighbourhood satisfaction, physical
activity, obesity and well-being. Journal of Epidemiology and Community health. Accepted.
Boldemann, C., Blennow., M., Dal, H., Mártensson, F., Raustorp, A., Yuen, K. & Wester, U., 2006.
Impact of pre-school environment upon children’s physical activity and sun exposure. Preventive
Medicine. 42 (4): 301-308.
Cooper Marcus, C & Bames, M. (eds.) 1999. Healing Gardens: Therapeutic benefits and design
recommendations. Jobn Wiley & Sons, New York.
Cimprich, B. 1993. Development of an intervention to restore attention in cancer patients. Cancer
Nursing 16:83-92