Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 96
94 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
íslensk skógrækt í samevrópskum samanburði
Aðalsteinn Sigurgeirsson1, Amór Snorrason og' Þröstur Eysteinsson2
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsa Skógrœkt ríkisins, Egilsstöðum2
Sjálfbær þróun skógræktar í Evrópu
Á heimsráðstefiiu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Rio
de Janeiro árið 1992, var m.a. samþykkt ítarleg framkvæmdaráætlun sem ber heitið
„Dagskrá 21“ og er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir ríki heims um aðgerðir sem miða
að sjálfbærri þróun. 111. kafla þeirrar áætlunar er fjallað um vemdun skóga, þ.á m.
um þörfina á að spoma gegn eyðingu skóga, viðhalda fjölbreyttum hlutverkum
skóglendis og nýta þau skynsamlega, að rækta nýja skóga og styrkja stofnanir til þess
að auka þekkingu og bæta fæmi við áætlanagerð og eftirlit.
í framhaldi hófu þjóðir heims handa við að skilgreina með hvaða hætti mætti hrinda
slíkri áætlun um vemdun skóga í framkvæmd. í Evrópu var þegar til vettvangur fyrir
slíka umræðu; ráðherrafundir um vemdun skóga í Evrópu (Ministerial Conference on
the Protection of Forests in Europe; MCPFE), sem haldnir hafa verið 3.-5. hvert ár frá
árinu 1990, nú síðast í Varsjá haustið 2007. íslendingar hafa sent fulltrúa á allar
ráðstefnur skógarmálaráðherranna og undirritað yfirlýsingar sem frá þeim hafa komið
um samevrópska stefnumörkun um skógrækt og vemdun skóga í Evrópu.
Meðal þess sem þróast hefur í MCPFE samstarfinu era sex mælikvarðar á sjálfbæra
þróun skógræktar og nokkur fjöldi vísa sem þjóðir geta notað við mat á því hvemig
þær standi m.t.t. mælikvarðanna. Mælikvarðamir em: IjViðhald og viðeigandi
aukning skógarauðlinda og framlags þeirra til kolefnisbúskapar heimsins, 2) viðhald
heilbrigði og þróttar skógarvistkerfa, 3) viðhald og viðeigandi aukning á framleiðni
skóga (viðar og annarra afurða), 4) viðhald, vemdun og viðeigandi aukning
líffræðilegrar Ijölbreytni í skógarvistkerfum, 5) viðhald og viðeigandi aukning á
vemdarhlutverki skóga og 6) viðhald annarra félagslegra og efnahagslegra hlutverka
skóga. Vísamir era fyrst og fremst magntölur um útbreiðslu, vöxt, nýtingu og vemdun
skóga.
I tengslum við síðasta ráðherrafund, sem haldinn var í Varsjá í nóvember s.l., kom út
skýrsla um ástand skóga í Evrópu 2007, sem er að verulegu leyti byggð upp á
grundvelli mælikvarðanna sex og tilsvarandi vísa. Eftirfarandi samantekt er að mestu
unnin upp úr þeirri skýrslu.
Skógarauðlindir og framlag þeirra til kolefnishringrásar heimsins
Skógar þekja 44 prósent þurrlendis í Evrópu
Fjórðungur alls skóglendis heimsins, eða ríflega einn milljarður hektara (1,26 ha á
mann) er að finna innan Evrópulandanna. Um 80% þessa skóglendis er að finna í
rússneska sambandslýðveldinu. Um 80-90% skóga Evrópulanda em aðgengilegir til
viðarframleiðslu, en aðeins 40% í Austur-Evrópu.
Skógar og kjörr á Islandi þekja samtals 149 þús. hektara (0,5 ha á mann). Þar af þekur
skóglendi 43 þús. ha. (með trjám hærri en 5 m), en kjarrlendi 106 þús. ha.