Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 101
MÁLSTOFA C - SKÓGRÆKT | 99
Félagshagfræðilegt hlutverk og aðstæður
I helmingi Evrópuríkja eru skógar aðallega í opinberri eigu, og hjá hinum helmingi
landanna aðallega i einkaeign
Eignarhald evrópskra skóga er afar breytilegt eftir löndum og svæðum álfunnar.
Flestir hinna víðfeðmu skóga rússneska sambandslýðveldisins eru í ríkiseign. Að
Rússlandi meðtöldu eru evrópskir skógar að 90% í opinberri eigu og 10% í einkaeign.
I Evrópulöndunum, að Rússlandi undanskildu, er næstum helmingur skóganna í
einkaeign. Ellefu milljónir skógarjarða eru í einkaeign í Evrópu og fer sá fjöldi
vaxandi, vegna einkavæðingar jarðnæðis í sumum löndum Austur-Evrópu og vegna
þess að eigendum fjölgar þegar jörðum er skipt upp, við eigendaskipti eða arf.
Nákvæm skipting varðandi eignarhald skóga á íslandi liggur ekki fyrir en meirihlutinn
er í einkaeign og fer það hlutfall vaxandi þar sem mest nýskógrækt fer fram á landi í
einkaeign.
Framleiðsla og neysla á viðarafurðum fer vaxandi í Evrópu, sömuleiðis útflutningur á
viðarafurðum.
Frá því um 1995 hefur notkun viðarafurða á hvert mannsbam farið vaxandi í Evrópu
og nam hún 1,1 m3 á mann árið 2005. Á þessu sama tímabili varð Evrópa nettó-
útflytjandi á viðarafurðum til annarra heimshluta (um 100 milljónir m3 á ári). Mikil
aukning hefur einnig orðið, einkum hin síðari ár, á nýtingu trjáviðar til
orkuframleiðslu. Skógrækt, timburiðnaður og pappírsiðnaður leggur um 1% af
mörkum til vergrar þjóðarframleiðslu í Evrópu og er þetta hlutfall mun hærra í sumum
löndum álfunnar. Heildarvirðisauki og nettótekjur af skógræktartengdri starfsemi
hefur haldist stöðugur.
Skógargeirinn á Islandi lagði til 0,6% af vergri þjóðarffamleiðslu árið 1990. Árið
2005 hafði þetta hlutfall lækkað í 0,3%.
Um 4,3 milljónir manna starfa innan evrópska skógargeirans
Störfum innan evrópska skógargeirans heldur áfram að fækka, en ekki í sama öra takti
og áður. Árið 2005 námu störf í skógrækt, viðariðnaði og pappírsiðnaði 1,1% af
heildarfjölda ársverka í Evrópu. Vinnuslysum innan geirans fer fækkandi, en störf
tengd skógrækt og skógarhöggi teljast enn meðal áhættusömustu starfsgreina.
Innan við 1% íslenskra starfa eru á sviðum sem tengjast skógrækt og úrvinnslu
viðarafurða (aðallega innfluttra).
Meira en 90% evrópskra skóga eru opnir almenningi
Almenningi er tryggt aðgengi að 90% skóglenda í Evrópu og fer flatarmál skóglendis
sem opið er almenningi til útivistar stækkandi. Stór hluti fomminja, náttúmvætta og
annarra svæða sem hafa menningarlegt eða sálrænt (e. spiritual) gildi er að finna í
skógum.
Aðgengi almennings er tryggt, skv. lögum, að öllum íslenskum skógum. Á 21%
skóglendis á Islandi er útivist meginhlutverk skógarins.