Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 105
MÁLSTOFA C - SKÓGRÆKT | 103
Áhrif skógræktar með mismunandi trjátegundum á tíðni og
fjölbreytileika mordýra (Collembola)
Edda Sigurdís Oddsdóttir1, Ame Fjellberg2, Ásrún Elmarsdóttir3 og Guðmundur
Flalldórsson4
1 Rannsóknastöð skógrœktar, Mógilsá, Reykjavík; 2Entomological Research, Tjöme,
Norway;3Náttúrufrœðistofnun lslands, Reykjavík; 4Landgrœðsla ríkisins,
Gunnarsholti
Útdráttur
Leitað var svara við því hvaða áhrif skógrækt með mismunandi trjátegundum hefur á
þéttleika og tegundafjölda mordýra (Collembola) í jarðvegi. Samanburður var gerður
á mólendi, þremur misgömlum sitkagreniskógum, tveimur stafafuruskógum og
tveimur birkiskógum í Skorradal. Á hverju svæði vom valdir 5 reitir og í hverjum
þeirra tekin 2 jarðvegssýni. Mordýr vom flæmd úr jarðvegssýnum og greind til
tegunda.
Niðurstöður sýna að skógrækt með sitkagreni eða þar sem birkiskógur vex upp eykur
þéttleika og tegundafjölda mordýra en skógrækt með stafafuru virðist eingöngu hafa
áhrif á tegundafjölda þar sem þéttleiki í furuteigum var svipaður og í skóglausu
mólendi. Fjölbreytugreining á gögnunum sýndi að meginskil vom á milli eldri og
yngri skógarteiga, sem endurspeglar þá aukning á fjölda dýra og tegunda sem verður
þegar skógurinn eldist.
Inngangur
Á undanfömum ámm hefúr skógrækt aukist mjög, sérstaklega í kjölfar laga um
landshlutabundin skógræktarverkefni sem sett vom 1999 (Stjómarráð Islands, 1999).
í þeim lögum er markmiðið að rækta skóga á allt að 5% láglendis. Ljóst er að
skógrækt hefur áhrif á lífríkið en þar til fyrir skemmstu vom fáar rannsóknir til þar
sem þessi áhrif em rannsökuð.
Áhrif skógræktar á tegundafjölbreytni jarðvegslífs hafa verið litið rannsökuð
hérlendis. Ulfúr Oskarsson (1984) skoðaði ffamvindu gróðurs, jarðvegs og
jarðvegsdýra í ungum lerkiskógi í nágrenni Hallormsstaðar og Edda S. Oddsdóttir
(2002) bar saman þéttleika jarðvegs dýra í mismunandi uppgræðslum, þ.m.t.
birkireitum. Aðrar rannsóknir á jarðvegsdýmm em einkum í tengslum við mat á
áhrifúm uppgræðslu (Hólmfríður Sigurðardóttir, 1991), áhrifum sinubruna (Ámi
Davíðsson, 1996, Guðmundur Halldórsson, 1996) og svo hefúr jarðvegsfána í
nokkrum gróðurlendum verið borin saman (Helgi Hallgrímsson, 1975, Helgi
Hallgrimsson og Jóhannes Sigvaldsson, 1974, Jóhannes Sigvaldason, 1973).
Árið 2002 hófu sérfræðingar Skógræktar ríkisins, Náttúrafræðistofnunar Islands og
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (nú Landbúnaðarháskóli Islands)
samstarfsverkefnið SKÓGVIST (Ásrún Elmarsdóttir ofl., 2007). í því verkefni voru
rannsakaðar breytingar sem eiga sér stað þegar skógur vex upp á áður skóglausu landi.
Rannsóknimar beindust einkum að breytingum á gróðurfari, smádýralífi, jarðvegi,
fúglalífi, kolefnisforða og flæði kolefnis í kjölfar annars vegar gróðursetningar
innfluttra trjátegunda en hins vegar þegar birkiskógur vex upp í kjölfar beitarfriðunar.
Niðurstöður rannsókna á áhrifúm á nokkra þætti vistkerfísins, t.d. gróðurfars,
smádýra, fugla og kolefnisbindingar hafa birst undanfarið (Ásrún Elmarsdóttir og