Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 106
104 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Borgþór Magnússon, 2007, Ásrún Elmarsdóttir ofl., 2003, Guðríður G. Eyjólfsdóttir,
2007, Erling Ólafsson og Maria Ingimarsdóttir, 2007, Guðmundur Halldórsson og
Edda S. Oddsdóttir, 2007, Bjami E. Guðleifsson, 2007, Ásrún Elmarsdóttir ofl., 2007,
Brynhildur Bjamadóttir og Bjami D. Sigurðsson, 2007, Edda S. Oddsdóttir og
Guðmundur Halldórsson, 2007). I þessari grein verður greint frá niðurstöðum
varðandi þéttleika og tegundafjölbreytni mordýra
Rannsóknasvæði og aðferðir
Rannsóknin fór fram á rannsóknasvæðum SKÓGVISTAR í Skorradal árið 2005.
Þéttleiki og tegundafjölbreytni mordýra var rannsakaður í 2 birkiteigum, 3
greniteigum, 2 fúruteigum og beittu mólendi sem var viðmiðunarsvæði (1. tafla).
1. tafla Mæliteigar og gróðursetningar eða friðunarár
Teigur Gróður Gróðursetningarár/ *friðað f. beit Lýsing á svæði
M-1 Mólendi Beitt skóglaust land í landi Háafells.
B-1 Birki Lágvaxinn og beittur kjarrskógur á Háafelli
B-2 Birki *2004 Gamall og ógrisjaður skógur í Vatnshomi. Lítil beit frá 1964
G-1 Greni 1995 Ungur, opinn sitkagreniskógur í landi Fitja
G-3 Greni 1960-1961 Ógrisjaður, lokaður sitkagreniskógur á Stálpastöðum
G-4 Greni 1961 Grisjaður, lokaður sitkagreniskógur á Stálpastöðum
F-1 Fura 1990 Ungur, hálfopinn stafafúmskógur í landi Fitja
F-3 Fura 1958-1959 Uppkvistaður en ógrisjaður stafafúmskógur á Stálpastöðum
Innan hvers mæliteigs vora lagðir út 5 rannsóknareitir (50x2 m). Jarðvegssýni vom
tekin 9. júní, 27 .júlí og 8. september 2005 í Skorradal. Sýni vom tekin með
jarðvegsbor niður á 5 cm dýpi og var jarðvegskjaminn 5 cm í þvermál. Tvö sýni vom
tekin úr hverjum reit. Jarðvegsdýr vora flæmd úr sýnunum í MacFayden
jarðvegsdýraflæmi og mordýr greind til tegunda.
Til að kanna marktækni á þéttleika og fjölda tegunda milli skógarteiga var gerð
fjölþáttagreining í forritinu SPSS 15.0. Til að bera saman tegundasamsetningu og
fjölda mordýra milli reita var fjölbreytugreiningu (flokkun og hnitun) beitt í forritinu
PC-ORD (McCune and Mefford, 1999). I greininguna var notaðar 35 tegundir og var
samband kannað við birtu á skógarbotni, sýmstig í jarðvegi og þekju háplantna.