Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 120
118 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Þrátt fyrir að unnið hafi verið umtalsvert rannsóknastarf á þessu sviði, er mikil vöntun
á frekari rannsóknum á kolefnisjöfnuði og kolefnisbindingu í íslenskum skóglendum,
og er mörgum áríðandi spumingum á þessu sviði enn ósvarað (Hreinn Oskarsson og
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 2001; Bjami D. Sigurdsson o.fl., 2007). Ein af þeim
spumingum sem ekki heíur verið svarað er hversu mikið er hægt að auka
kolefnisbindingu hinna svokölluðu “Kyotoskóga” með skógræktaraðgerðum og hvaða
áhrif þessar aðgerðir hafa á þann kolefnisforða sem fyrir er í vistkerfinu?
Meginmarkmið þessa verkefnis var að auka skilning á skammtímaáhrifum grisjunar
og áburðargjafar á viðarvöxt, kolefnisbindingu ofanjarðar og á kolefnisforða
jarðvegs.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknasvæðið var tilraunaskógur af einum klóni af alaskaösp (Populus
trichocarpa Torr. & Gray, Iðunn) gróðursettur vorið 1990 í þökuskorið tún í
Gunnarsholti á Rangárvöllum. Eftir að trén uxu upp fyrir samkeppnisgróður og
virkasta frostlagið, árið 1998, hefur árleg hæðaraukning verið um 33 cm. Meðalhæð
trjánna árið 2003 við upphaf verkefnisins var 3,1 m og þéttleikinn var 10.000 tré ha'1.
Frekari upplýsingar um nærveður, jarðveg, vatnsbúskap og aðra eðlisfræðilega ferla á
svæðinu má finna í Bjami D. Sigurdsson (2001).
Til að kanna áhrif grisjunar og áburðargjafar vom lagðar út fjórar blokkir. Hver blokk
samanstóð af sex 25x25 metra reitum. Áburður (80 kg N ha"1) var borinn á þrjá reiti
innan hverrar blokkar samkvæmt kjörblöndu alaskaaspar af stein og snefilefnum
(Bjami D. Sigurdsson, 2001). Allir áburðarreitir lágu saman, til að koma í veg fyrir að
áburðaráhrifa gætti á óábomum reitum. Grisjunarmeðferðir voru þrenns konar. Ein
meðferðin fól í sér enga grisjun (10.000 tré ha"1), önnur 50% grisjun (5.000 tré ha"1)
og þriðja 80% grisjun (2.000 tré ha"1).
Áhrif mismunandi meðferða á vöxt vom metin með mælingum á ýmsum þáttum yfir
vaxtartímann árin 2004 og 2005. Vaxtarmælingar fólu í sér vöktun á vexti fimm trjáa
á hverjum reit, eða alls 120 trjám. Uppskemmælingar fóm fram á trjám og botngróðri.
Til að meta losun kolefnis frá niðurbroti lífræns efnis og öndun róta var
jarðvegsöndun mæld reglulega yfir sumarið. 1 miðju skógarins var sjálfvirk veðurstöð
sem mældi ýmsa umhverfísþætti sem vom innleiddir í útreikninga, s.s. lofthita,
rakastig, inngeislun, vindhraða, vindátt, úrkomu og jarðvegshita. Allar þessar
niðurstöður vom loks samnýttar við útreikning á koleínisjöfnuði ólíkra meðferða.
Nánari útlistun á aðferðafræði má fmna í Jón Ágúst Jónsson (2007).
Niðurstöður og umræða
Úttekt á kolefnisforðum haustsins 2003 leiddi í ljós hátt hlutfall kolefnis bundið í
jarðvegi. í efstu 10 cm jarðvegs vom um 27 t C ha"1, sem var um þrefalt meira en í
viði skógarins (9,8 t C ha"1). Það að jarðvegur innihaldi meira af kolefni en er bundið í
viði ræktaðra og náttúrulegra skóga heíur komið fram í ílestum birtum hérlendum
rannsóknum (t.d. Amór Snorrason o.fl., 2002; Brynhildur Bjamadóttir o.fl., 2007).
Vegna hins mikla kolefnisforða jarðvegs var sérlega mikilvægt að kanna áhrif
skógræktaraðgerða á hann.