Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 123
MÁLSTOFA C - SKÓGRÆKT | 121
Vaxtarferill toppsprota varð fyrir töluverðum áburðaráhriíum. Toppvaxtartímabilið á
ábomum meðferðum lengdist um 2-3 vikur fram á haustið. Haustið 2005 kólu öll
mælitré á ábomum meðferðum og misstu þau að jafnaði 87% af toppvexti sínum,
meðan einungis 10% trjáa á óábomum meðferðum kólu og voru hlutfallslegar
skemmdir toppsprota sem kól mun minni í þeirri meðferð (C00), eða um 3% af
toppvexti (2. mynd). Eftir að tekið hafði verið tillit til kals var nettó toppvöxtur árið
2005 60% minni á ábomum en á óábomum meðferðum. Lenging vaxtartímabils við
ríflega áburðargjöf (80 kg N ha"1), eins og fram kom í þessari tilraun verður að teljast
óæskileg, þar sem haustfrost em tíð á íslandi. Þá mynda trén gjaman marga nýja toppa
vorið eftir kal en það er sérlega óheppilegt í timburskógrækt, þar sem leitast er við að
rækta sem allra beinust tré. Ljóst er að þama er komið atriði sem verðskuldar frekari
athugun í náinni framtíð.
Aburðargjöf ein og sér hafði engin marktæk áhrif á kolefnislosun frá jarðvegi 2004 (3.
mynd). í endurteknum mælingum árið 2005 var það sama upp á teningnum (óbirt
gögn). Þetta kom verulega á óvart og hefur mikil áhrif á hversu vænleg leið
áburðargjöf getur verið til að auka kolelhisbindingu ungskóga. Ymsir fræðimenn hafa
haldið fram þeirri skoðun að þó svo mögulega mætti auka framleiðni skóga og
kolefnisbindingu ofanjarðar með áburðargjöf gæti slík aðgerð einnig hugsanlega leitt
til hraðara niðurbrots á kolefnisforða jarðvegs vegna lægra C/N hlutfalls jarðvegs
(Nadelhoffer o.fl., 1999). Niðurstöður þessarar tilraunar styðja ekki þá tilgátu.
Rótarvirkni hefur verið talin ábyrg fyrir um 60% jarðvegsöndunar í skógum (Olsson
o.fl., 2005). Þar sem áburðargjöf jók vemlega ofanjarðarvöxt mætti búast við
samsvarandi aukningu á virkni róta, og þar með aukinni jarðvegsöndun. Það að
jarðvegsöndun hélst hins vegar óbreytt við áburðargjöf bendir til þess að meira af
kolefnisupptökunni (afurðum ljóstillífunar) hafi farið til vaxtar ofanjaðar en neðan
eftir áburðargjöfina. Slík svömn hefur komið fram í fyrri rannsóknum í
Tilraunaskóginum í Gunnarsholti (Bjami D. Sigurdsson o.fl., 2001). Ef þessi áhrif
vom afgerandi þá gætu þau hafa meira en vegið upp áhrif lækkaðs C/N hlutfalls
jarðvegs á niðurbrot dauðs lífræns efnis. Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt svipuð
eða jafnvel meiri áhrif af áburðargjöf til minnkaðrar losunar kolefnis frá jarðvegi
(jarðvegsöndun) (Olsson o.fl., 2005). Aðrar athuganir hafa einnig sýnt fram á að
áborið köfnunarefni getur valdið seinkun á niðurbroti lífræns elhis (t.d. Berg og
Matzner, 1997).
Við mat á kolefnisbindingu skógræktar eða landgræðslu þar sem tilbúinn áburður er
notaður er mikilvægt að taka tillit til losunar hans á hláturgasi (N20), en athuganir
hafa leitt í ljós að um 1,25% af magni N í tilbúnum áburði losnar út í formi N-N20
(IPCC, 2003). Samtals vom borin á áburðarmeðferðimar 160 kg N ha'1 2004 og 2005.
Þegar áhrifin af losun hláturgass vom metin í kolefnisjafngildum var þetta samtals
ígildi 0,96 t C02 ha"1, eða 0,47 t C02 ha"1 ári'1. Eins og áður segir var talsvert um
toppkal á ábornum meðferðum haustið 2005. Sökum þess töpuðu trén sem svaraði til
3% af kolefnisbindingu sumarsins 2005. Þetta þýðir að með áburðargjöf reyndist unnt
að ríflega tvöfalda ofanjarðar kolefnisbindingu trjánna eftir að tillit hafði verið tekið
til losunar hláturgass og toppkals, án þess að valda nokkurri mælanlegri aukningu á
kolefnislosun frá jarðvegi. Þessar niðurstöður em í samræmi við aðrar athuganir á
áhrifum áburðargjafar á framleiðni skóga á norðlægum breiddargráðum, þar sem náðst
hefur allt að fjórföld aukning í framleiðni með áburðargjöf þar sem borin eru á öll
stein- og snefilefni í þeim hlutföllum sem gert var í þessari rannsókn (Bergh o.fl.,
1999). "