Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 129
MÁLSTOFA C - SKÓGRÆKT | 127
Gagnagreining
Reiknað var heildarflatarmál fyrir skóglendi landsins. Flatarmál var reiknað fyrir
birkiskóga hærri en 2 m, fyrir birkikjarr lægra en 2 m, fyrir ræktaða skóga hærri en 2
m og skógræktarsvæði lægri en 2 m. Þá var reiknað flatarmál þeirra svæða þar sem
gróðursetning hefur farið fram í birkiskógum og birkikjarri. Flatarmál skóglendis var
reiknað eftir landshlutum, en landinu var skipt upp í átta hluta (1. mynd).
Flatannál var reiknað út úr töflugagnagrunni í landfræðilegum upplýsingakerfum
(ArcGIS 9.2).
Niðurstöður
Heildarflatarmál skóglendis á íslandi er 156.855 ha (3. tafla) sem er um 1,5 % af
flatarmáli landsins. Þar af þekur skóglendi á láglendi neðan 400 m 3,6 %. Náttúrulegir
birkiskógar og birkikjarr þekja rúmlega 115 þús. ha. sem er rúmlega 1% af flatarmáli
Islands og tæp 2,7% af landi neðan 400 m. Ræktað skóglendi þekur rúmlega 41 þús.
ha, alls 0,4% af flatarmáli íslands og tæpt 1% af flatarmáli neðan 400 m.
Af birkiþekju landsins þekur birkikjarr tæplega 92 þús. ha. og birkiskógar hærri
en 2 m tæplega 24 þús. ha. Skógræktarsvæði yngri en 15 ára þekja langstærstan hluta
Hlutfall af Hlutfall af landi
3. tafla. Flatarmál skóglendis á íslandi Flatarmál (ha) íslandi (%) undir 400 m (%)
Náttúrulcgir birkiskógar á íslandi 115.501 1,12 2,68
Náttúrulegir birkiskógar > 2m 23.656 0,23 0,55
Náttúrulegt birkikjarr < 2m 91.845 0,89 2,13
Ræktað skóglendi 41.354 0,40 0,96
Skógar > 2m 11.271 0,11 0,26
Laufskógar (ræktaðir) 578 0,01 0,01
Barrskógar 2.427 0,02 0,06
Blandskógar 8.266 0,08 0,19
Skógrœktarsvœði 30.084 0,29 0,70
Heildarflatarmál skóga á íslandi 156.855 1,52 3,64
þeirra svæða sem tekin hafa verið undir skógrækt eða rúma 30 þús. ha. Skógar eldri en
15 ára þekja rúmlega 11 þús. ha., en þar af þekja blandskógar stærstan hluta.
Flatarmál skóglendis eftir landshlntum.
Flatarmál skóglendis var skoðað eftir landshlutum (4. tafla). Flatarmál skóglendis er
stærst á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Þá er svipað flatarmál skóglendis á
Vestíjörðum og á Norðausturlandi. Minnst er flatarmálið á Norðvesturlandi og á
Suðausturlandi.
Af þekju birkiskóga yfir 2 m (5. tafla) er mest flatarmál á Norðausturlandi en þar er
rúmlega helmingur slíkra skóga á landinu. Minnst þekja birkiskóga er á
Suðvesturlandi, en þar þekja þeir aðeins 6 ha. lands. Þekja birkikjarrs er mest á
Vesturlandi og á Vestljörðum, en einnig er mikið birkikjarr á Suðurlandi og
Austurlandi. Þekja samanlagðrar þekju birkikjarrs og birkiskóga er mest á
Vesturlandi, en hún er langminnst á Norðvesturlandi.